Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun