Komið að þolmörkum leikskólans Rakel Ýr Ísaksen skrifar 4. júlí 2023 15:31 Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma. Samtímis verður komið til móts við tekjulág heimili með tekjutengdum afslætti.Opnunartími leikskóla verður sá sami, en skipulagt starf fer einkum fram milli klukkan níu og þrjú. Jafnframt verða leikskólar lokaðir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í vetrarfríum grunnskóla. Í lokunum verður þó boðið upp á opnun í að minnsta kosti tveimur leikskólum fyrir þau börn sem nauðsynlega þurfa vistun. Leikskóli á Íslandi hefur auk þess að mennta börn, ekki síður mikilvægt samfélagslegt þjónustuhlutverk, að annast börnin svo hjól atvinnulífsins snúist og forráðamenn geti framfleytt fjölskyldum sínum. Í Kópavogi greiða foreldrar einungis fyrir rúm 12% af raunkostnaði fyrir dvöl barna í leikskólanum en þungann af kostnaði þjónustunnar bera útsvarsgreiðendur í Kópavogi, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Það er hagur hvers samfélags að menntun ungra barna sé í höndum þeirra sem hafa sérþekkingu á uppeldi, menntun og þroska barna. Á Íslandi er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið og annast menntun barna fyrstu æviár þeirra. Þeir sem bera ábyrgð á og eru sérfæðingar í menntun leikskólabarna eru leikskólakennarar, hafa lokið námi á háskólastigi og eru handhafar leyfisbréfs til kennslu. Lögum samkvæmt ber leikskólum á Íslandi að lágmarki að vera mannaðir tveim þriðju hluta stöðugilda við menntun og umönnun, handhöfum leyfisbréfs til kennslu, en raunin er önnur! Í leikskólum á Íslandi eru að meðaltali um 30% starfsfólks leikskóla, leikskólakennarar. Hlutfallið er þó örlítið hærra í Kópavogi. Breytingarnar sem Kópavogsbær kynnti til að bæta starfsumhverfi í leikskólum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er komið að þolmörkum leikskólastarfsemi í núverandi mynd og með óbreyttum starfsháttum mun starfsemin líða undir lok. Í leikskólum ríkir mikill mönnunarvandi og fjöldi leikskólaplássa er ónýttur vegna þessa. Fjöldi leikskóla hefur síðastliðinn vetur þurft að nýta svokallaða fáliðunarstefnu þar sem börnin hafa ekki tök á að koma í leikskólann alla daga, forráðamönnum til mikils ama. Skortur er á leikskólakennurum í leikskólum en fjölmargir kennarar hafa valið að starfa á öðrum skólastigum þar sem starfsumhverfið er fjölskylduvænna. Í leikskólum ríkir viðverandi álag sem skapast einkum vegna þess að ung börn vinna mun lengri vinnudag en við hin. 86% leikskólabarna dvelja í leikskólum í Kópavogi í átta til níu klukkustundir á dag í fjölmennum hópi barna. Vinnuframlag leikskólakennara í 100% starfshlutfalli er hins vegar að hámarki átta tímar á dag, en leikskólakennarinn á einnig undirbúningstíma, kaffitíma og vinnustyttingu sem ekki er varið með börnunum. Vinnudagur ungra barna er langur og það er vissulega gaman í leikskólanum en ímyndið ykkur að vera í barnafmæli í meira en átta tíma á hverjum einasta degi. Þarfir atvinnulífsins virðast því miður í okkar samfélagi vega þyngra en réttindi ungra barna til hvíldar og samveru með fjölskyldu. Innleiðing á aðgerðum Kópavogsbæjar er því fagnað ákaft meðal þeirra sem hafa sérþekkingu á þroska og velferð barna og innsýn í núverandi stöðu og rekstur leikskólanna. Aðgerðirnar koma til framkvæmdar af brýnni nauðsyn en eru jafnframt byggðar á niðurstöðum rannsókna og með aðkomu og í samráði við fulltrúa allra hagsmunaaðila. Ég vona innilega að allir sem hafa tök á að stytta dvalartíma barna sinna geri það, því ef börnum fækkar í lok dags dregur úr áreiti á þau börn sem dvelja þar lengur. Með aðgerðunum hafa öll börn færi á að njóta menntunar í leikskóla óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Lokanir leikskóla um hátíðir og vetrafríum grunnskóla er jafnframt liður í að jafna starfsaðstæður kennara á ólíkum skólastigum og því er von til að menntaðir leikskólakennarar velji umfram önnur skólastig að starfa í leikskólanum. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax svo íslensk börn geti áfram notið faglegrar menntunar í leikskólum landsins. Ég er stolt af því að starfa í bæjarfélagi sem setur velferð og réttindi barna í fyrsta sætið og hefur hug og þor til að leiða breytingar sem þessar. Höfundur er starfandi aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. M.Ed. í stjórnun menntastofnana og framkvæmdi nýverið rannsókn varðandi skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðar. Grein: Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki - Netla (hi.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma. Samtímis verður komið til móts við tekjulág heimili með tekjutengdum afslætti.Opnunartími leikskóla verður sá sami, en skipulagt starf fer einkum fram milli klukkan níu og þrjú. Jafnframt verða leikskólar lokaðir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í vetrarfríum grunnskóla. Í lokunum verður þó boðið upp á opnun í að minnsta kosti tveimur leikskólum fyrir þau börn sem nauðsynlega þurfa vistun. Leikskóli á Íslandi hefur auk þess að mennta börn, ekki síður mikilvægt samfélagslegt þjónustuhlutverk, að annast börnin svo hjól atvinnulífsins snúist og forráðamenn geti framfleytt fjölskyldum sínum. Í Kópavogi greiða foreldrar einungis fyrir rúm 12% af raunkostnaði fyrir dvöl barna í leikskólanum en þungann af kostnaði þjónustunnar bera útsvarsgreiðendur í Kópavogi, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Það er hagur hvers samfélags að menntun ungra barna sé í höndum þeirra sem hafa sérþekkingu á uppeldi, menntun og þroska barna. Á Íslandi er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið og annast menntun barna fyrstu æviár þeirra. Þeir sem bera ábyrgð á og eru sérfæðingar í menntun leikskólabarna eru leikskólakennarar, hafa lokið námi á háskólastigi og eru handhafar leyfisbréfs til kennslu. Lögum samkvæmt ber leikskólum á Íslandi að lágmarki að vera mannaðir tveim þriðju hluta stöðugilda við menntun og umönnun, handhöfum leyfisbréfs til kennslu, en raunin er önnur! Í leikskólum á Íslandi eru að meðaltali um 30% starfsfólks leikskóla, leikskólakennarar. Hlutfallið er þó örlítið hærra í Kópavogi. Breytingarnar sem Kópavogsbær kynnti til að bæta starfsumhverfi í leikskólum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er komið að þolmörkum leikskólastarfsemi í núverandi mynd og með óbreyttum starfsháttum mun starfsemin líða undir lok. Í leikskólum ríkir mikill mönnunarvandi og fjöldi leikskólaplássa er ónýttur vegna þessa. Fjöldi leikskóla hefur síðastliðinn vetur þurft að nýta svokallaða fáliðunarstefnu þar sem börnin hafa ekki tök á að koma í leikskólann alla daga, forráðamönnum til mikils ama. Skortur er á leikskólakennurum í leikskólum en fjölmargir kennarar hafa valið að starfa á öðrum skólastigum þar sem starfsumhverfið er fjölskylduvænna. Í leikskólum ríkir viðverandi álag sem skapast einkum vegna þess að ung börn vinna mun lengri vinnudag en við hin. 86% leikskólabarna dvelja í leikskólum í Kópavogi í átta til níu klukkustundir á dag í fjölmennum hópi barna. Vinnuframlag leikskólakennara í 100% starfshlutfalli er hins vegar að hámarki átta tímar á dag, en leikskólakennarinn á einnig undirbúningstíma, kaffitíma og vinnustyttingu sem ekki er varið með börnunum. Vinnudagur ungra barna er langur og það er vissulega gaman í leikskólanum en ímyndið ykkur að vera í barnafmæli í meira en átta tíma á hverjum einasta degi. Þarfir atvinnulífsins virðast því miður í okkar samfélagi vega þyngra en réttindi ungra barna til hvíldar og samveru með fjölskyldu. Innleiðing á aðgerðum Kópavogsbæjar er því fagnað ákaft meðal þeirra sem hafa sérþekkingu á þroska og velferð barna og innsýn í núverandi stöðu og rekstur leikskólanna. Aðgerðirnar koma til framkvæmdar af brýnni nauðsyn en eru jafnframt byggðar á niðurstöðum rannsókna og með aðkomu og í samráði við fulltrúa allra hagsmunaaðila. Ég vona innilega að allir sem hafa tök á að stytta dvalartíma barna sinna geri það, því ef börnum fækkar í lok dags dregur úr áreiti á þau börn sem dvelja þar lengur. Með aðgerðunum hafa öll börn færi á að njóta menntunar í leikskóla óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Lokanir leikskóla um hátíðir og vetrafríum grunnskóla er jafnframt liður í að jafna starfsaðstæður kennara á ólíkum skólastigum og því er von til að menntaðir leikskólakennarar velji umfram önnur skólastig að starfa í leikskólanum. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax svo íslensk börn geti áfram notið faglegrar menntunar í leikskólum landsins. Ég er stolt af því að starfa í bæjarfélagi sem setur velferð og réttindi barna í fyrsta sætið og hefur hug og þor til að leiða breytingar sem þessar. Höfundur er starfandi aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. M.Ed. í stjórnun menntastofnana og framkvæmdi nýverið rannsókn varðandi skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðar. Grein: Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki - Netla (hi.is)
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun