Arnór skilur sáttur við Danina: „Mikill munur á að lenda í fimmta sæti eða því áttunda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:28 Arnór Atlason stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn í dag. vísir/getty Arnór Atlason var ánægður með að dönsku strákarnir hans hefðu tryggt sér 5. sætið á HM U-21 árs liða með sigri á Portúgal, 30-25, í dag. Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Sjá meira
Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Sjá meira