Hitamál í Evrópu Nótt Thorberg skrifar 29. júní 2023 08:00 Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri. Helmingur frumorkunotkunar í Þýskalandi byggist á endurnýjanlegri orku. Það hefur tekið Þjóðverja áratugi að ná þessu hlutfalli en gas og kol eru enn stór orkugjafi þar í landi m.a. í húshitun og ýmsum iðnaði. Af þeim rúmlega 40 milljónum húsa sem hituð eru í Þýskalandi er notast við gas og kol í yfir 80% tilvika en 30% af losun gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi má rekja til húshitunar. Stríðið í Úkraínu hefur reynst þýskum heimilum og atvinnulífi dýrt og jafnframt undirstrikað mikilvægi orkuöryggis. Þessi staða auk áherslu ríkistjórnarinnar um að uppfylla ákvæði Parísarsáttmálans og draga úr losun sem nemur 65% fyrir 2030 miðað við 1990 hefur sett mikla pressu á að fundnar séu nýjar leiðir sem stuðli að auknu orkuöryggi og sjálfbærri grænni framtíð Þýskalands. Robert Habeck efnahags- og loftslagsráðherra vinnur m.a. að lagabreytingum er miða að því að húshitun nýbygginga í Þýskalandi miðist í auknum mæli við endurnýjanlega orkukosti. Verði frumvarpið að lögum er ljóst að hlutirnir þurfa að gerast hratt en þörfin fyrir endurnýjanlega orku er óumdeild. Mikil uppbygging á sér því stað er varðar bæði sólarorku og vindorku en auk þess er horft til annarra orkukosta svo sem varmadælna sem líklegt er að gegna muni lykilhlutverki þegar kemur að húshitun. Þá getur samspil jarðvarma við nýtingu varmadæla og aukin áhersla og frekari þróun miðlægra hitaveitna í borgum og sveitarfélögum þar sem jarðhiti er nýttur beint, líkt og þekkist hér heima, verið lykillinn að því að hraða orkuskiptum í húshitun í Þýskalandi. Við Íslendingar erum góðu vön og gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmætunum sem felast í því að hafa nýtt jarðvarmann. Áhuginn er nú mikill af hálfu Þjóðverja á að skoða tækifæri tengd jarðvarmanum í Þýskalandi og sækja í þá reynslu sem við Íslendingar búum yfir. Sú þekking sem íslensk fyrirtæki og stjórnvöld búa yfir þegar kemur að jarðvarmanum s.s. í tengslum við rannsóknir, þróun og innleiðingu en einnig regluverk, lagaumgjörð og hvata er verðmæt og áhugaverð fyrir þjóðir sem horfa í sömu átt. Engin þjóð getur státað sig af því að hita hús sín af nær öllu leyti með jarðvarma eins og við Íslendingar gerum. Það er einmitt þessi einstaka lausn, þekking og notkun okkar Íslendinga á jarðvarma og nýsköpun á sviði fjölnýtingar jarðvarma sem nú vekur athygli - ekki bara í Þýskalandi heldur víðar. Staðreyndir er sú að húshitun og kæling jafngildir yfir helming af orkunotkun í heiminum. Staðreyndin er líka sú að jarðvarma er að finna víða í heiminum og eftir því sem rannsóknum á þessu sviði og tækninni hefur fleygt fram hafa opnast ný tækifæri til að nýta lághitasvæði á svæðum sem áður voru skilgreind sem köld. Þannig getur jarðvarminn undir fótum okkar jarðabúa orðið að gulli 21. aldarinnar og ein af lykilausnum loftslagsvandans. Það er því til mikils að vinna. Með samtakamætti þvert á landamæri líkt og unnið er nú að milli Þýskalands og Íslands má deila verðmætri þekkingu og lausnum sem hjálpað geta þjóðum að leysa úr læðingi endurnýjanlega orku sem þarf til að orkuskiptin verði að veruleika sem fyrst. Samstarf er lykillinn að grænni framtíð komandi kynslóða heimsbyggðarinnar allra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum, ásamt Íslandsstofu og Sendiráði Íslands í Þýskalandi stóð á dögunum fyrir orkuþinginu Our Climate Future – Germany & Iceland: Clean Energy Summit 2023 undir merkjum Green by Iceland . Þar ræddu íslenskir og þýskir leiðtogar og sérfræðingar frá stjórnvöldum, atvinnulífi og fræðasamfélaginu samstarfstækifæri landanna á sviði jarðhita og nýrra tæknilausna í kolefnisförgun og nýtingu. Viðburðinn sóttu rúmlega 200 manns auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku- og loftslagsráðherra átti tvíhliða fund með Robert Habeck efnahags- og loftslagsmálaráðherra Þýskalands sama dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri. Helmingur frumorkunotkunar í Þýskalandi byggist á endurnýjanlegri orku. Það hefur tekið Þjóðverja áratugi að ná þessu hlutfalli en gas og kol eru enn stór orkugjafi þar í landi m.a. í húshitun og ýmsum iðnaði. Af þeim rúmlega 40 milljónum húsa sem hituð eru í Þýskalandi er notast við gas og kol í yfir 80% tilvika en 30% af losun gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi má rekja til húshitunar. Stríðið í Úkraínu hefur reynst þýskum heimilum og atvinnulífi dýrt og jafnframt undirstrikað mikilvægi orkuöryggis. Þessi staða auk áherslu ríkistjórnarinnar um að uppfylla ákvæði Parísarsáttmálans og draga úr losun sem nemur 65% fyrir 2030 miðað við 1990 hefur sett mikla pressu á að fundnar séu nýjar leiðir sem stuðli að auknu orkuöryggi og sjálfbærri grænni framtíð Þýskalands. Robert Habeck efnahags- og loftslagsráðherra vinnur m.a. að lagabreytingum er miða að því að húshitun nýbygginga í Þýskalandi miðist í auknum mæli við endurnýjanlega orkukosti. Verði frumvarpið að lögum er ljóst að hlutirnir þurfa að gerast hratt en þörfin fyrir endurnýjanlega orku er óumdeild. Mikil uppbygging á sér því stað er varðar bæði sólarorku og vindorku en auk þess er horft til annarra orkukosta svo sem varmadælna sem líklegt er að gegna muni lykilhlutverki þegar kemur að húshitun. Þá getur samspil jarðvarma við nýtingu varmadæla og aukin áhersla og frekari þróun miðlægra hitaveitna í borgum og sveitarfélögum þar sem jarðhiti er nýttur beint, líkt og þekkist hér heima, verið lykillinn að því að hraða orkuskiptum í húshitun í Þýskalandi. Við Íslendingar erum góðu vön og gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmætunum sem felast í því að hafa nýtt jarðvarmann. Áhuginn er nú mikill af hálfu Þjóðverja á að skoða tækifæri tengd jarðvarmanum í Þýskalandi og sækja í þá reynslu sem við Íslendingar búum yfir. Sú þekking sem íslensk fyrirtæki og stjórnvöld búa yfir þegar kemur að jarðvarmanum s.s. í tengslum við rannsóknir, þróun og innleiðingu en einnig regluverk, lagaumgjörð og hvata er verðmæt og áhugaverð fyrir þjóðir sem horfa í sömu átt. Engin þjóð getur státað sig af því að hita hús sín af nær öllu leyti með jarðvarma eins og við Íslendingar gerum. Það er einmitt þessi einstaka lausn, þekking og notkun okkar Íslendinga á jarðvarma og nýsköpun á sviði fjölnýtingar jarðvarma sem nú vekur athygli - ekki bara í Þýskalandi heldur víðar. Staðreyndir er sú að húshitun og kæling jafngildir yfir helming af orkunotkun í heiminum. Staðreyndin er líka sú að jarðvarma er að finna víða í heiminum og eftir því sem rannsóknum á þessu sviði og tækninni hefur fleygt fram hafa opnast ný tækifæri til að nýta lághitasvæði á svæðum sem áður voru skilgreind sem köld. Þannig getur jarðvarminn undir fótum okkar jarðabúa orðið að gulli 21. aldarinnar og ein af lykilausnum loftslagsvandans. Það er því til mikils að vinna. Með samtakamætti þvert á landamæri líkt og unnið er nú að milli Þýskalands og Íslands má deila verðmætri þekkingu og lausnum sem hjálpað geta þjóðum að leysa úr læðingi endurnýjanlega orku sem þarf til að orkuskiptin verði að veruleika sem fyrst. Samstarf er lykillinn að grænni framtíð komandi kynslóða heimsbyggðarinnar allra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum, ásamt Íslandsstofu og Sendiráði Íslands í Þýskalandi stóð á dögunum fyrir orkuþinginu Our Climate Future – Germany & Iceland: Clean Energy Summit 2023 undir merkjum Green by Iceland . Þar ræddu íslenskir og þýskir leiðtogar og sérfræðingar frá stjórnvöldum, atvinnulífi og fræðasamfélaginu samstarfstækifæri landanna á sviði jarðhita og nýrra tæknilausna í kolefnisförgun og nýtingu. Viðburðinn sóttu rúmlega 200 manns auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku- og loftslagsráðherra átti tvíhliða fund með Robert Habeck efnahags- og loftslagsmálaráðherra Þýskalands sama dag.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun