Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar