Skoðun

Fjár­mála­ráð­herra ber fulla á­byrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.

Á hverj­um tíma fer Banka­sýsl­an með eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­un­um. Það felst í eft­ir­liti með fram­kvæmd eig­enda­stefnu rík­is­ins og að fara með at­kvæði rík­is­sjóðs á hlut­hafa­fund­um. Þannig er sköpuð arms­lengd frá fjár­málaráðherra sem hand­hafa hlut­bréfa rík­is­ins í Íslands­banka. Arms­lengd­in nær alls ekki til sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins, enda seldi fjár­málaráðherra hluta­bréf­in í Íslands­banka, eng­inn ann­ar.

Á ábyrgð fjár­málaráðherra var að tryggja að all­ur und­ir­bún­ing­ur á söl­unni væri þannig að lög yrðu ekki brot­in og ekki síst að hann sem fjár­málaráðherra bryti ekki lög sem selj­andi rík­is­bank­ans. Hvor­ugt var gert.

Fjár­málaráðherra stóð þannig að söl­unni að hann seldi föður sín­um hlut og vissi ekki hverj­um hann var að selja, að eig­in sögn. Ekki virt­ist gerð krafa um upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur þeirra fé­laga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðar­eig­anda, sem sel­ur íbúð sína, ber laga­skylda til að fá upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur fé­laga sem vilja kaupa íbúð hans.

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka (FME) rann­sakaði ein­ung­is aðkomu Íslands­banka að söl­unni, ekki ábyrgð fjár­málaráðherra. Sekt­in, 1,2 millj­arða króna, er merki um að mikið sé að í yf­ir­stjórn bank­ans. Það er á ábyrgð eig­anda.

Ég hef unnið í FME, efna­hags­brota­deild og hjá tveim­ur nor­ræn­um stór­bönk­um og aldrei kynnst öðru eins. FME seg­ir í sátt­inni að fram­kvæmd Íslands­banka hafi verið áfátt í flest­um skref­um útboðsins og fól hún í sér víðtæk og al­var­leg brot bank­ans á skyld­um sam­kvæmt lög­um. Slík­ir ann­mark­ar bendi til þess að áhættu­menn­ing og stjórn­ar­hætt­ir bank­ans hafi ekki upp­fyllt þær kröf­ur sem gerðar eru með lög­um og regl­um, né innri regl­um og verklagi. FME tel­ur að stjórn og banka­stjóri hafi ekki tryggt að bank­inn starfaði í sam­ræmi við lög sem um starf­sem­ina gilda eða að innri regl­um bank­ans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og banka­stjóri ekki inn­leitt stjórn­ar­hætti og innra eft­ir­lit sem trygg­ir skil­virka og var­færna stjórn­un.

Bank­inn villti um fyr­ir Banka­sýsl­unni, viðskipta­vin­ir voru rang­lega flokkaðir sem fag­fjár­fest­ar, grein­ing á hags­muna­árekstr­um vegna kaupa starfs­manna var ekki gerð, yfir 160 sím­töl voru ekki hljóðrituð, viðskipta­vin­ir voru hvatt­ir til að skrá sig sem fag­fjár­festa og þeir rang­lega upp­lýst­ir að lág­marks­boð væri 20 millj­ón­ir króna. Lægsta sal­an var á 1,1 millj­ón króna.

Upp­lýsa þarf nú að fullu um hvernig fjár­málaráðherra stóð að söl­unni á Íslands­banka. Það verður ein­ung­is gert með rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Ljóst er að ekki ein­ung­is stjórn og banka­stjóri þurfa að víkja held­ur einnig fjár­málaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á söl­unni.

Höf­und­ur er þingmaður fyr­ir Flokk fólks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×