Íbúaráðin- sýndarsamráð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. júní 2023 17:30 Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar