Raforkuþurrð eða léleg forgangsröðun? Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 21. júní 2023 13:00 „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Orkumál Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun