Formúla 1

Kristaps Porzingis gefur Formúlu 1 frama upp á bátinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Kristaps Porzingis svekktur, þó ekki yfir draumnum um Formúluferil
Kristaps Porzingis svekktur, þó ekki yfir draumnum um Formúluferil

Kristaps Porzingis, leikmaður Washington Wizards, er einn af hávöxnustu leikmönnum NBA en hann er skráður 221 cm. Hann var staddur á Grand Prix F1 mótinu á Spáni á dögunum og er óhætt að fullyrða að Porzingis sé ólíklegur til að setjast undir stýri á formúlubíl í nánustu framtíð.

Porzingis birti þessa mynd frábæru mynd á Twitter, af sér og Yuki Tsunoda, ökumanni AlphaTauri. 

Það skal tekið fram að Tsunoda er lágvaxnastur allra ökumanna þetta tímabilið í formúlu 1, skráður 159 cm. Munurinn á þeim félögum er því 62 cm. Meðalhæð ökumanna þetta tímabilið er 177 cm, en hávaxnastur meðal jafningja er Alex Albon, ökumaður Willams, skráður 184 cm. 

Talnaglöggir lesendur eru eflaust búnir að reikna út að Porzingis er heilum 37 cm lengri en það, og það verður því að teljast ansi ólíklegt að ferill í formúlu sé í kortunum hjá honum eftir að NBA ferlinum lýkur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×