Þjónustustofnunin MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar 13. júní 2023 17:01 Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun