Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar nældu í brons | GOG danskur meistari eftir sigur á Aroni og Arnóri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson nældi í brons.
Guðmundur Guðmundsson nældi í brons. EPA-EFE/Tamas Kovacs

GOG varð í dag danskur meistari í handbolta eftir sigur á Aroni Pálmarssyni og félögum í Álaborg, lokatölur 37-33 GOG í vil. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia nældi í brons með góðum sigri á Skjern.

Fredericia lenti undir í einvígi sínu gegn Skjern en kom til baka og tryggði sér 3. sætið með þriggja marka sigri í dag, lokatölur 28-25 Fredericia í vil. Mikið afrek hjá Guðmundi og hans mönnum en það sá enginn fyrir að liðið yrði á þessum stað þegar mótið hófst.

Einar Þorsteinn Ólafsson stóð að venju vaktina í vörn Fredericia en komst ekki á blað sóknarlega.

GOG og Álaborg mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn þar sem um var að ræða þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Vinna þarf tvo til að verða danskur meistari. GOG var sterkari aðilinn í dag og leiddi nær allan leikinn. Á endanum vann liðið með fjögurra marka mun, 37-33.

GOG varð þar með meistari annað árið í röð en á síðustu leiktíð stóð landsliðsmaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson vaktina í marki liðsins. Hann fór til Nantes í Frakklandi í kjölfarið en GOG heldur áfram að vinna.

Aron skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Sem fyrr er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari GOG.


Tengdar fréttir

Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum

Guð­mundur Guð­munds­son, þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Frederica segir Einar Þor­stein Ólafs­son, leik­mann liðsins hafa tekið miklum fram­förum en fé­lagið er hans fyrsti við­komu­staður á at­vinnu­manna­ferlinum. Þá megi greina takta hjá leik­manninum sem faðir hans, hand­bolta­goð­sögnin Ólafur Stefáns­son, bjó yfir í leik sínum.

„Á­kveðið svar frá mér varðandi ýmis­legt sem maður hefur lent í“

Guð­mundur Guð­munds­son, þjálfari hand­bolta­liðs Frederica, er á frá­bærum stað og líður af­skap­lega vel í Dan­mörku, hann finnur enn fyrir þakk­læti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfir­standandi tíma­bili vera á­kveðið svar frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×