Körfubolti

Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons

Aron Guðmundsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór Þorlákshöfn
Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór Þorlákshöfn Vísir / Hulda Margrét

Körfu­bolta­kappinn Styrmir Snær Þrastar­son hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Styrmir hefur verið einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar í körfubolta hér heima undanfarin ár en þar hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn.

Hann heldur nú út í atvinnumennsku og verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegnar hjá Belfius Mons en hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Styrmir skoraði að meðaltali sautján stig í leikjum Þórs Þorlákshafnar á síðasta tímabili, þá tók hann að meðaltali sex fráköst í leik og gaf fimm stoðsendingar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.