Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn Elvar Örn Friðriksson, Snæbjörn Guðmundsson og Árni Finnsson skrifa 9. júní 2023 13:30 Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísi markverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Á árunum 2011–2016 ritaði dr. Filardo fjögur minnisblöð að beiðni Orra Vigfússonar heitins, stofnanda og framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Minnisblöðin voru lögð fyrir verkefnastjórnir rammaáætlunar en sérfræðiþekkingu dr. Filardo hefur ekki verið haldið á lofti af yfirvöldum eða stofnunum. Athygli Orkustofnunar var þó vakin á efni þeirra í aðdraganda virkjunarleyfis með bréfi dagsettu 22. júlí 2022. Landsvirkjun hefur kosið að hunsa minnisblöðin með öllu enda ganga niðurstöður dr. Filardo gegn hagsmunum og meintri faglegri ásýnd fyrirtækisins. Forsvarsmenn þriggja náttúruverndarfélaga, Verndarsjóðs villtra laxastofna,Náttúrugriða og Náttúruverndarsamtaka Íslands, óskuðu eftir því í vor að dr. Filardo ritaði nýtt minnisblað þar sem hún tæki saman fyrri rannsóknir sínar og athuganir á þeim áhrifum sem hún telur að virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu hafa á fiskistofna árinnar, með aðaláherslu á hina yfirvofandi Hvammsvirkjun. Minnisblaðið má nú nálgast á vefsíðu Verndarsjóðs villtra laxastofna, bæði á ensku sem og í íslenskri þýðingu samtakanna: Letter regarding Hvammur Project//Bréf vegna Hvammsvirkjunar (íslensk þýðing). Helstu áhyggjuatriði Helstu áhyggjuatriði dr. Filardo ef af virkjun Þjórsár við Hvammsvirkjun yrði má draga saman í eftirfarandi efnisgreinum: 1. Ólíklegt er að fyrirliggjandi tillaga um seiðaveitu myndi tryggja þá afkomu seiða sem gert er ráð fyrir. Landsvirkjun hyggst greiða för fiska og seiða um stíflumannvirki Hvammsvirkjunar með fiskistiga og seiðaveitu. Fyrirkomulag seiðaveitunnar er að sögn Landsvirkjunar byggt á Wellsvirkjun í Kólumbíufljóti. Hönnun þeirrar virkjunar er þó í mörgum grundvallaratriðum algjörlega ósambærileg við Hvammsvirkjun. Mjög varhugavert er að yfirfæra með þessum hætti reynslu af virkni mótvægisaðgerða við eina virkjun yfir á aðra. Þá yrði seiðaveita Hvammsvirkjunar opin í allt of stuttan tíma til að ná utan um heildarniðurgöngutíma laxaseiða og myndi það ógna líffræðilegum fjölbreytileika laxastofns Þjórsár. Niðurstaða dr. Filardo er að seiðaveitan muni ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár. 2. Greiningar Landsvirkjunar taka ekki til allra fisktegunda Þjórsár og ekki er tekið tillit til endurtekinnar hrygningar laxfiska. Laxfiskar sem ganga oftar en einu sinni upp ár til að hrygna eru mikilvægir því þeir hrygna yfirleitt stærri eggjum, og það bætir möguleika stofna til að stækka og dafna. Slíkur lífsferill viðheldur mikilvægum erfðafjölbreytileika sem stuðlar að góðri afkomu stofns. Í Kólumbíufljóti hrygnir sjógenginn regnbogasilungur endurtekið en þar sem ekkert er gert til að hjálpa fisknum að ganga aftur niður til sjávar fer hann að mestu í gegnum hverfla virkjana og afföllin eru mikil. Það sama yrði uppi á teningnum við Hvammsvirkjun. 3. Ekkert hefur verið fjallað um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna ef af virkjun yrði. Breytingar á hitastigi í ám og rennslisháttum gætu haft djúpstæð áhrif á fiska samfara hlýnun sjávar. Við undirbúning Hvammsvirkjunar hefur ekkert verið fjallað um loftslagsbreytingar og viðnámsþrótt fisktegunda Þjórsár gagnvart þeim. Breytingar á aðstæðum í inntakslóni og vatnsmagn neðan virkjunar geta haft neikvæð áhrif á bæði hitastig og rennsli árinnar. Ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á vatnakerfið og gönguferil fiska í virkjunaráformum. 4. För laxaseiða um stíflumannvirki getur leitt til álags sem veldur ótímabærum dauða síðar á lífsferlinum (e. delayed mortality). Óbein afföll eru þau afföll, sem verða innan vatnakerfisins og eru bein afleiðing af því að fiskur fer um vatnsfallsvirkjun, en mælast ekki við virkjunina sjálfa (e. at-project mortality). Það þýðir að mælingar á afkomu fisks rétt ofan og neðan virkjunar er í raun mikið vanmat á afföllum seiðanna – að takmarka mat á áhrifum virkjanaframkvæmda eingöngu við áhrifin af för í gegnum sjálf virkjunarmannvirkin er ófullnægjandi. Þessi seinni tíma afföll eru beintengd för laxaseiða um virkjunarmannvirki þótt þau komi ekki fram fyrr en síðar á lífsferlinum. Þeir þættir sem taldir eru geta haft áhrif á seinni tíma afföll eru: a) töf á að seiði nái til árósa eða sjávar – stíflur og virkjunarlón hindra för og auka ferðatíma seiðanna til sjávar innan þess þrönga tímaramma sem þau hafa til að komast niður ána; b) lífshættulegir áverkar eða streita vegna niðurfarar um seiðaveitur, hverfla eða yfirföll; c) smitsjúkdómar eða streita vegna ónáttúrulegs þéttleika seiða í seiðafleytum; d) örmögnun vegna hins lengda niðurgöngutíma. Auk þess hefur við mat á afkomu laxastofnsins ekki verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem mjög grunnt vatn á þriggja kílómetra löngum hálfþurrum kafla í náttúrulegum farvegi Þjórsár neðan við stíflu Hvammsvirkjunar myndi hafa á laxaseiði. 5. Hnignun fiskistofna í Þjórsá varðar ekki einungis Þjórsá sjálfa heldur einnig aðra fiskistofna landsins sem og vistkerfi svæðisins og aðrar tegundir lífvera. Ekki hefur neinn gaumur verið gefinn að því hve mikilvægur viðgangur laxastofnsins í Þjórsá er fyrir aðra íslenska laxastofna, aðra stofna Norður-Atlantshafslaxins eða fyrir aðrar tegundir lífvera. Íslenskir laxastofnar eru líklegast ekki algjörlega einangraðir heldur tengjast saman í göngu einstakra fiska upp og niður vatnsföll, og því er afkoma hvers stofns mikilvæg. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og þar af leiðandi eruógnir sem að honum steðja samtímis ógnir fyrir laxastofna annars staðar á landinu og mun hnignun Þjórsárlaxins líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra annarra stofna. Þá gætu áhrifin á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi annars staðar í hættu. Áhrif af afkomu Þjórsárlaxins á framtíðarhorfur annarra lífvera í ám og sjó hefur ekki verið rannsökuð. Hvorki hefur verið lagt mat á það hvað minnkandi lífvænleiki Þjórsárlaxins og annarra tegunda í ánni hefði í för með sér, né verið horft til áhrifa slíkra breytinga á líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og við Íslandsstrendur. Meginniðurstöður dr. Filardo Dr. Filardo bendir á að mótvægisaðgerðir við virkjanamannvirki í fiskgengum ám hafa, þrátt fyrir fögur fyrirheit og háleitar hugmyndir orkufyrirtækja og verkfræðistofa um virkni, sjaldan náð þeim árangri að viðhalda náttúrulegri hrygningu og sjálfbærni laxastofna. Hún telur að ályktanir Landsvirkjunar um árangur þeirra mótvægisaðgerða sem ráðgerðar eru í tilviki Hvammsvirkjunar séu allt of bjartsýnar. Þetta miðar hún við reynslu frá vatnasvæðum Kólumbíufljótsins, þar sem laxastofnar eru við það að deyja út þrátt fyrir gríðarumfangsmiklar og kostnaðarsamar mótvægisaðgerðir í meira en fjóra áratugi. Þar er um þessar mundir verið að hugleiða niðurrif stíflna vatnsaflsvirkjana í stórum stíl í því augnamiði að endurheimta laxastofna í útrýmingarhættu. Með hliðsjón af mikilvægi laxastofnsins í Þjórsá fyrir laxastofna Íslands í heild og í ljósi mögulegra áhrifa loftslagsbreytinga, þá segir dr. Filardo að bygging Hvammsvirkjunar myndi stefnalaxfiskastofnum árinnar, og mögulega vistkerfi þeirra og svæðisbundnum líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, í stórfellda hættu. Ofangreindar upplýsingar hefur Margaret Filardo stutt með vönduðum hætti og vísunum í rannsóknargögn og vísindagreinar í fyrrgreindum fjórum viðamiklum minnisblöðum frá 2011–2016, en þau eru aðgengileg á síðu rammaáætlunar (sjá 2011, 2013, 2016/2014). Á þessu árabili kom hún einnig nokkrum sinnum á vettvang, meðal annars á fund verkefnastjórnar Rammaáætlunar ásamt Orra Vigfússyni og fleirum, auk þess sem hún hélt erindi á málþingi hjá Háskóla Íslands um virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nóvember 2011. Í minnisblöðunum koma auk ofangreinds fram margvíslegar aðrar upplýsingar og gagnrýni á virkjunaráform Landsvirkjunar. Sveitastjórnarfólk við Þjórsá hefur fengið hið nýja minnisblað dr. Filardo í hendur. Við væntum þess að hinir kjörnu fulltrúar almennings fari vel og vandlega yfir þær sérfræðiupplýsingar sem fram koma í nýja minnisblaðinu áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar verður tekin til afgreiðslu í næstkomandi viku. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Árni Finnsson Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. 7. júní 2023 08:00 Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísi markverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Á árunum 2011–2016 ritaði dr. Filardo fjögur minnisblöð að beiðni Orra Vigfússonar heitins, stofnanda og framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Minnisblöðin voru lögð fyrir verkefnastjórnir rammaáætlunar en sérfræðiþekkingu dr. Filardo hefur ekki verið haldið á lofti af yfirvöldum eða stofnunum. Athygli Orkustofnunar var þó vakin á efni þeirra í aðdraganda virkjunarleyfis með bréfi dagsettu 22. júlí 2022. Landsvirkjun hefur kosið að hunsa minnisblöðin með öllu enda ganga niðurstöður dr. Filardo gegn hagsmunum og meintri faglegri ásýnd fyrirtækisins. Forsvarsmenn þriggja náttúruverndarfélaga, Verndarsjóðs villtra laxastofna,Náttúrugriða og Náttúruverndarsamtaka Íslands, óskuðu eftir því í vor að dr. Filardo ritaði nýtt minnisblað þar sem hún tæki saman fyrri rannsóknir sínar og athuganir á þeim áhrifum sem hún telur að virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu hafa á fiskistofna árinnar, með aðaláherslu á hina yfirvofandi Hvammsvirkjun. Minnisblaðið má nú nálgast á vefsíðu Verndarsjóðs villtra laxastofna, bæði á ensku sem og í íslenskri þýðingu samtakanna: Letter regarding Hvammur Project//Bréf vegna Hvammsvirkjunar (íslensk þýðing). Helstu áhyggjuatriði Helstu áhyggjuatriði dr. Filardo ef af virkjun Þjórsár við Hvammsvirkjun yrði má draga saman í eftirfarandi efnisgreinum: 1. Ólíklegt er að fyrirliggjandi tillaga um seiðaveitu myndi tryggja þá afkomu seiða sem gert er ráð fyrir. Landsvirkjun hyggst greiða för fiska og seiða um stíflumannvirki Hvammsvirkjunar með fiskistiga og seiðaveitu. Fyrirkomulag seiðaveitunnar er að sögn Landsvirkjunar byggt á Wellsvirkjun í Kólumbíufljóti. Hönnun þeirrar virkjunar er þó í mörgum grundvallaratriðum algjörlega ósambærileg við Hvammsvirkjun. Mjög varhugavert er að yfirfæra með þessum hætti reynslu af virkni mótvægisaðgerða við eina virkjun yfir á aðra. Þá yrði seiðaveita Hvammsvirkjunar opin í allt of stuttan tíma til að ná utan um heildarniðurgöngutíma laxaseiða og myndi það ógna líffræðilegum fjölbreytileika laxastofns Þjórsár. Niðurstaða dr. Filardo er að seiðaveitan muni ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár. 2. Greiningar Landsvirkjunar taka ekki til allra fisktegunda Þjórsár og ekki er tekið tillit til endurtekinnar hrygningar laxfiska. Laxfiskar sem ganga oftar en einu sinni upp ár til að hrygna eru mikilvægir því þeir hrygna yfirleitt stærri eggjum, og það bætir möguleika stofna til að stækka og dafna. Slíkur lífsferill viðheldur mikilvægum erfðafjölbreytileika sem stuðlar að góðri afkomu stofns. Í Kólumbíufljóti hrygnir sjógenginn regnbogasilungur endurtekið en þar sem ekkert er gert til að hjálpa fisknum að ganga aftur niður til sjávar fer hann að mestu í gegnum hverfla virkjana og afföllin eru mikil. Það sama yrði uppi á teningnum við Hvammsvirkjun. 3. Ekkert hefur verið fjallað um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna ef af virkjun yrði. Breytingar á hitastigi í ám og rennslisháttum gætu haft djúpstæð áhrif á fiska samfara hlýnun sjávar. Við undirbúning Hvammsvirkjunar hefur ekkert verið fjallað um loftslagsbreytingar og viðnámsþrótt fisktegunda Þjórsár gagnvart þeim. Breytingar á aðstæðum í inntakslóni og vatnsmagn neðan virkjunar geta haft neikvæð áhrif á bæði hitastig og rennsli árinnar. Ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á vatnakerfið og gönguferil fiska í virkjunaráformum. 4. För laxaseiða um stíflumannvirki getur leitt til álags sem veldur ótímabærum dauða síðar á lífsferlinum (e. delayed mortality). Óbein afföll eru þau afföll, sem verða innan vatnakerfisins og eru bein afleiðing af því að fiskur fer um vatnsfallsvirkjun, en mælast ekki við virkjunina sjálfa (e. at-project mortality). Það þýðir að mælingar á afkomu fisks rétt ofan og neðan virkjunar er í raun mikið vanmat á afföllum seiðanna – að takmarka mat á áhrifum virkjanaframkvæmda eingöngu við áhrifin af för í gegnum sjálf virkjunarmannvirkin er ófullnægjandi. Þessi seinni tíma afföll eru beintengd för laxaseiða um virkjunarmannvirki þótt þau komi ekki fram fyrr en síðar á lífsferlinum. Þeir þættir sem taldir eru geta haft áhrif á seinni tíma afföll eru: a) töf á að seiði nái til árósa eða sjávar – stíflur og virkjunarlón hindra för og auka ferðatíma seiðanna til sjávar innan þess þrönga tímaramma sem þau hafa til að komast niður ána; b) lífshættulegir áverkar eða streita vegna niðurfarar um seiðaveitur, hverfla eða yfirföll; c) smitsjúkdómar eða streita vegna ónáttúrulegs þéttleika seiða í seiðafleytum; d) örmögnun vegna hins lengda niðurgöngutíma. Auk þess hefur við mat á afkomu laxastofnsins ekki verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem mjög grunnt vatn á þriggja kílómetra löngum hálfþurrum kafla í náttúrulegum farvegi Þjórsár neðan við stíflu Hvammsvirkjunar myndi hafa á laxaseiði. 5. Hnignun fiskistofna í Þjórsá varðar ekki einungis Þjórsá sjálfa heldur einnig aðra fiskistofna landsins sem og vistkerfi svæðisins og aðrar tegundir lífvera. Ekki hefur neinn gaumur verið gefinn að því hve mikilvægur viðgangur laxastofnsins í Þjórsá er fyrir aðra íslenska laxastofna, aðra stofna Norður-Atlantshafslaxins eða fyrir aðrar tegundir lífvera. Íslenskir laxastofnar eru líklegast ekki algjörlega einangraðir heldur tengjast saman í göngu einstakra fiska upp og niður vatnsföll, og því er afkoma hvers stofns mikilvæg. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og þar af leiðandi eruógnir sem að honum steðja samtímis ógnir fyrir laxastofna annars staðar á landinu og mun hnignun Þjórsárlaxins líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra annarra stofna. Þá gætu áhrifin á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi annars staðar í hættu. Áhrif af afkomu Þjórsárlaxins á framtíðarhorfur annarra lífvera í ám og sjó hefur ekki verið rannsökuð. Hvorki hefur verið lagt mat á það hvað minnkandi lífvænleiki Þjórsárlaxins og annarra tegunda í ánni hefði í för með sér, né verið horft til áhrifa slíkra breytinga á líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og við Íslandsstrendur. Meginniðurstöður dr. Filardo Dr. Filardo bendir á að mótvægisaðgerðir við virkjanamannvirki í fiskgengum ám hafa, þrátt fyrir fögur fyrirheit og háleitar hugmyndir orkufyrirtækja og verkfræðistofa um virkni, sjaldan náð þeim árangri að viðhalda náttúrulegri hrygningu og sjálfbærni laxastofna. Hún telur að ályktanir Landsvirkjunar um árangur þeirra mótvægisaðgerða sem ráðgerðar eru í tilviki Hvammsvirkjunar séu allt of bjartsýnar. Þetta miðar hún við reynslu frá vatnasvæðum Kólumbíufljótsins, þar sem laxastofnar eru við það að deyja út þrátt fyrir gríðarumfangsmiklar og kostnaðarsamar mótvægisaðgerðir í meira en fjóra áratugi. Þar er um þessar mundir verið að hugleiða niðurrif stíflna vatnsaflsvirkjana í stórum stíl í því augnamiði að endurheimta laxastofna í útrýmingarhættu. Með hliðsjón af mikilvægi laxastofnsins í Þjórsá fyrir laxastofna Íslands í heild og í ljósi mögulegra áhrifa loftslagsbreytinga, þá segir dr. Filardo að bygging Hvammsvirkjunar myndi stefnalaxfiskastofnum árinnar, og mögulega vistkerfi þeirra og svæðisbundnum líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, í stórfellda hættu. Ofangreindar upplýsingar hefur Margaret Filardo stutt með vönduðum hætti og vísunum í rannsóknargögn og vísindagreinar í fyrrgreindum fjórum viðamiklum minnisblöðum frá 2011–2016, en þau eru aðgengileg á síðu rammaáætlunar (sjá 2011, 2013, 2016/2014). Á þessu árabili kom hún einnig nokkrum sinnum á vettvang, meðal annars á fund verkefnastjórnar Rammaáætlunar ásamt Orra Vigfússyni og fleirum, auk þess sem hún hélt erindi á málþingi hjá Háskóla Íslands um virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nóvember 2011. Í minnisblöðunum koma auk ofangreinds fram margvíslegar aðrar upplýsingar og gagnrýni á virkjunaráform Landsvirkjunar. Sveitastjórnarfólk við Þjórsá hefur fengið hið nýja minnisblað dr. Filardo í hendur. Við væntum þess að hinir kjörnu fulltrúar almennings fari vel og vandlega yfir þær sérfræðiupplýsingar sem fram koma í nýja minnisblaðinu áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar verður tekin til afgreiðslu í næstkomandi viku. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. 7. júní 2023 08:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun