Innlent

Karlar leita í auknum mæli til Stíga­móta

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá árinu 2013 hafa 453 karlar leitað til stígamóta vegna kynferðisofbeldis. 
Frá árinu 2013 hafa 453 karlar leitað til stígamóta vegna kynferðisofbeldis.  Vísir/Hanna

Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku.

Í erindi Hjálmars kom fram að samkvæmt nýlegri greiningu á gögnum Stígamóta hafi 453 karlar leitað sér aðstoðar hjá þeim frá árinu 2013 vegna kynferðisofbeldis. Sú tala sé helmingur allra karlmanna sem leitað hafa til samtakanna síðan þau voru stofnuð, árið 1990.

Þá kom einnig fram að karlkyns brotaþolar sem verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur séu líklegri en annars til sjálfsvígshugsana, hegðunarerfiðleika, erfiðleika í samböndum og félagslegrar einangrunar.

Stígamót segjast stefna að því að gefa út ítarlegri skýrslu byggða á gögnunum í haust.


Tengdar fréttir

Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann

Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða.

Steinunn frá Stígamótum til Aton JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Anna María hlaut Hug­rekkis­viður­kenningu Stíga­móta

Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta í ár. Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði að tveir íslenskir karlmenn, annar þjóðþekktur, hefðu nauðgað sér árið 2010.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×