Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 15:00 Anton Gylfi Pálsson býr yfir gríðarlegri reynslu sem dómari á alþjóðlegum vettvangi. VÍSIR/VILHELM Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum. Anton og Jónas hafa nú fengið það hlutverk að dæma á sjálfri Final Four helginni í Köln, þegar úrslitin ráðast í sterkustu félagsliðakeppni heims, Meistaradeild Evrópu. Þeir Jónas og Elías munu dæma fyrri undanúrslitaleikinn sem er á milli Madgeburg og Barcelona, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en seinni undanúrslitaleikurinn er á milli PSG og Kielce. Jónas Elíasson með tvo fingur á lofti í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitil karla, í Eyjum.VÍSIR/VILHELM Degi síðar, sunnudaginn 18. júní, verður svo leikið um brons- og gullverðlaunin, og munu þeir Bojan Lah og David Sok frá Slóveníu sjá um að dæma úrslitaleikinn en hinir norsku Lars Jorum og Havard Kleven dæma bronsleikinn. Enginn Íslendingur að spila Í grein handbolta.is kemur fram að þetta verði í þriðja sinn sem að Anton og Jónas dæmi á úrslitahelgi Meistaradeildar karla, og að þetta sé jafnframt sjöundi leikurinn sem að þeir dæmi í keppninni á leiktíðinni sem nú er að ljúka. Væntanlega verða þeir Jónas og Anton einu Íslendingarnir á vellinum um úrslitahelgina, því Íslendingarnir í liðunum sem spila eru allir meiddir. Það á við um Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson hjá Magdeburg, og Hauk Þrastarson hjá Kielce. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Anton og Jónas hafa nú fengið það hlutverk að dæma á sjálfri Final Four helginni í Köln, þegar úrslitin ráðast í sterkustu félagsliðakeppni heims, Meistaradeild Evrópu. Þeir Jónas og Elías munu dæma fyrri undanúrslitaleikinn sem er á milli Madgeburg og Barcelona, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en seinni undanúrslitaleikurinn er á milli PSG og Kielce. Jónas Elíasson með tvo fingur á lofti í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitil karla, í Eyjum.VÍSIR/VILHELM Degi síðar, sunnudaginn 18. júní, verður svo leikið um brons- og gullverðlaunin, og munu þeir Bojan Lah og David Sok frá Slóveníu sjá um að dæma úrslitaleikinn en hinir norsku Lars Jorum og Havard Kleven dæma bronsleikinn. Enginn Íslendingur að spila Í grein handbolta.is kemur fram að þetta verði í þriðja sinn sem að Anton og Jónas dæmi á úrslitahelgi Meistaradeildar karla, og að þetta sé jafnframt sjöundi leikurinn sem að þeir dæmi í keppninni á leiktíðinni sem nú er að ljúka. Væntanlega verða þeir Jónas og Anton einu Íslendingarnir á vellinum um úrslitahelgina, því Íslendingarnir í liðunum sem spila eru allir meiddir. Það á við um Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson hjá Magdeburg, og Hauk Þrastarson hjá Kielce.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira