Aix tapaði með tveggja marka mun, lokatölur 31-33 gestunum frá París í vil. Donni var magnaður í liði Aix og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum.
Viktor Gísli og félagar í Nantes unnu öruggan 10 marka sigur á Séléstat, liði Grétars Ara. Viktor Gísli varði 5 skot í leiknum og þar af eitt víti, endaði hann með 33 prósent markvörslu. Grétar Ari varði þrjú skot og var með 33 prósent markvörslu.
Nantes endaði tímabilið í 3. sæti með 50 stig, Aix var með 24 stig í 11. sæti og Séléstat endaði í botnsætinu með 12 stig.