Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 5. júní 2023 18:30 „Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun