Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2023 07:31 Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því. Hann gerði sér enga grein fyrir því, og gerir ekki enn, að þetta er frekja, yfirgangur, vanvirðing og valdníðsla við allt og alla. Svona framkoma hefur aldrei verið til góðs. Samtalið hefur ekkert verið hvorki við landeigendur, atvinnurekendur né íbúa Seyðisfjarðar af hálfu hans og fyrirtækisins eins og til stóð. 75% íbúa vill ekki sjókvíaeldið og það á öllum að vera alveg ljóst. Ég er .., ég er .., ég er svo margt. Formaður hér, aðstoðarforstjóri þar, miðstjórnarmaður, formaður fjármálaráðs, stjórnarmaður. Ég á þetta, ég má þetta ég þarf að verða ríkari, alveg sama hvað. Hann virðist alveg gleyma, eða það er allavega ekki ofarlega í huga hans, að hann er formaður stýrihóps um loftlagsbreytingar. Náttúruöflin hafa látið finna fyrir sér í Seyðisfirði í gegnum tíðina. Við þurfum fólk, sem virðir náttúruna en veður ekki yfir hana. Kynningarbæklingurinn Sami nærsveitungi mætti aftur ári seinna í mars s.l. og nú á fund heimastjórnar og sveitarstjórnar Múlaþings með nýjan kynningarbækling. Honum var vel tekið á báðum fundunum en brýnt var fyrir honum að kynna þetta allt betur fyrir Seyðfirðingum og auka samtalið. Í nýja bæklingnum fagnar Fiskeldi Austfjarða(FA) umræðunni í Seyðisfirði, en telur hana alla á misskilningi byggða, sem er rangt. Gagnrýnin er öll byggð á opinberum upplýsingum. Fyrirtækið hefur tekið saman helstu ”staðreyndir” til að tryggja virkt samtal milli fyrirtækisins og samfélagsins og ná sáttum. Einhverra hluta vegna hefur enginn kynningarfundur verið haldinn og ekkert samtal átt sér stað af hálfu FA. Umhverfismatið Úr umhverfismati kom valkostur A, sem þýðir óbreytt ástand í Seyðisfirði. Það hentaði ekki áformum FA. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum eins og FA fór fram á í frummatsskýrslu sinni. Þar var eldissvæði í Skálanesbót yfir grænu náttúruverndarsvæði. Hvorgur valkosturinn varð þó fyrir valinu í endanlegu skipulagi, öll þrjú svæðin hafa verið stækkuð og græna svæðið er alfarið þurrkað út fyrir sjókvíaeldið. Endanlegi valkosturinn kemur því ekki úr umhverfismatinu og var aldrei kynntur. Neikvæðar ábendingar frá Skipulagsstofnun Seyðisfjörður er þröngur fjörður með mikilli umferð stórra skipa. Landfræðilegar aðstæður setja því þröngar skorður hvort og hvar hægt er að stunda sjókvíaeldi í honum. Farice-1 strengurinn liggur í miðjum firðinum og kemur hreinlega í veg fyrir sjókvíaeldið. Margar stofnanir bentu á að taka þarf fullt tillit til strengsins og helgunarsvæðis hans. Þetta er þjóðaröryggismál. Fyrirtækið viðurkennir í kynningarbæklingnum að það fer inn á helgunarsvæðið. Áhrif á ferðaþjónustu, er talin geta orðið talsvert eða verulega neikvæð, en hún er einn helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins á Seyðisfirði. Ekki er sjálfgefið að neikvæð ímynd gangi strax til baka ef fiskeldi verður hætt. Nálægð kvíastæðanna við siglingaleið Norrænu og annarra farþegaskipa hefur neikvæð áhrif á ásýnd fjarðarins og er hættuleg. Sjónrænna áhrifa mun gæta á vinsælum gönguleiðum, s.s. Skálanes, Skálanesbjarg, Selstaðir, Brimnes og Hjálmárdalsheiði. Að ekki sé minnst á væntanlegan verðlaunaútsýnispall, Baug Bjólfs. Sörlastaðavík er innan 5 km fjarlægðar frá Fjarðará, Vestdalsá,Selstaðaá og Sörlastaðaá. Hin tvo kvíastæðin eru þvert á árósa Austdalsár og Selstaðaár og of nálægt Skálanesbjargi. Allt þetta stenst ekki fjarlægðarmörk. Sjókvíar og rammafestingar skerða möguleika til veiða í Seyðisfirði. Smábátasjómönnum er þar með vísað út úr firðinum. Kajakræðurum er hent út í miðjan fjörð. Kvíastæði taka þeirra pláss Öll kvíastæðin eru í gönguleið sjóbleikjunnar í firðinum. Rannsóknir um áhrif sjókvíaeldis á bleikjustofna eru lítð rannsakaðir. Ofanflóð og skriður Í bækling FA segir að Selstaðavík sé mögulega á B eða C svæði. Í minnisblaði Veðurstofunnar er hún á C svæði. Það stendur þangað til annað kemur í ljós eftir nánari skoðun Veðurstofu. Síðast en ekki síst Áhrif á samfélag og efnahag verða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um sjókvíaeldið í nærsamfélaginu. Þetta mat byggði reyndar á 55% andstöðu, sem nú er orðin 75% skv. Gallupkönnun Múlaþings. Kvíastæðin þrjú Sörlastaðavík Kvíar inni í hvítum ljósgeira.Inni í siglingaleið.Yfir helgunarsvæði Farice-1.Neðansjávarskriður á hafsbotni.Innan 5 km frá Fjarðará. Selstaðavík Ofanflóðahætta – C svæði.Yfir helgunarsvæði Farice-1.Of nærri hvítum ljósgeira.Þrengir að siglingaleið.Neðansjávarskriður á hafsbotni.Ljós í kvíastæðinu trufla hvíta ljósgeirann í Sörlastaðavík.Kvíastæðið er þvert á árósa Selstaðaár. Skálanesbót Neðansjávarskriður á hafsbotni.Kvíastæðið er yfir grænu svæði sem var látið víkja.Þar með yfir hrygningarsvæðum loðnu og þorsks.Skálanesbót er uppeldissvæði æðarfugls úr Loðmundarfirði og Skálanesi.Æðarfugl er ábyrgðartegund á Íslandi og er á Evrópuválista.Kvíastæðið er of nærri Skálanesbjargi og fuglalífinu þar.Kvíastæðið er þvert á árósa Austdalsár. Í hana ganga ekki laxfiskar, vegna fossa neðarlega í henni. En eigum við ekki að horfa á heildarmyndina. Áin ber fram næringarefni fyrir hrygningasvæðin fyrir framan árósana. Ég tek undir orð Jónínu Brynjólfsdóttur forseta sveitarstjórnar. ”Fólk vill búa á Seyðisfirði og vill að á það sé hlustað”. Það er alla vega sanngjörn krafa að hlustað sé á 75% íbúa sem hafa lýst sig andvíga sjókvíaeldi í firðirnum. Ég tek líka undir orð Pálma Gunnarssonar tónlistarmanns til fyrirtækisins. ”Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki.” Látið fjörðinn í friði. Þessi samantekt er eftir lestur fjölda gagna, sem tengjast málinu. Hún er ekki tæmandi. Það tekur á að lesa svör Skipulagsstofnunar og Svæðisráðs við athugasemdum í Seyðisfirði. Þar er bent á allt þetta hér að framan og að það þurfi að gæta öryggis hér og þar. En það var allt látið víkja því það lá fyrir umsókn um sjókvíaeldi í firðinum. Allt strandsvæðaskipulagið hefur í raun snúist um að koma sjókvíaeldi fyrir sem víðast og látið ganga fyrir annarri atvinnustrafssemi, sem fyrir er á svæðinu. Eyðileggingin er ekki réttlætanleg. STOPP. Verndum Seyðisfjörð. Seyðfirðingar berjast áfram fyrir fjörðinn og samfélagið. Með vinsemd og virðingu Magnús Guðmundsson. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því. Hann gerði sér enga grein fyrir því, og gerir ekki enn, að þetta er frekja, yfirgangur, vanvirðing og valdníðsla við allt og alla. Svona framkoma hefur aldrei verið til góðs. Samtalið hefur ekkert verið hvorki við landeigendur, atvinnurekendur né íbúa Seyðisfjarðar af hálfu hans og fyrirtækisins eins og til stóð. 75% íbúa vill ekki sjókvíaeldið og það á öllum að vera alveg ljóst. Ég er .., ég er .., ég er svo margt. Formaður hér, aðstoðarforstjóri þar, miðstjórnarmaður, formaður fjármálaráðs, stjórnarmaður. Ég á þetta, ég má þetta ég þarf að verða ríkari, alveg sama hvað. Hann virðist alveg gleyma, eða það er allavega ekki ofarlega í huga hans, að hann er formaður stýrihóps um loftlagsbreytingar. Náttúruöflin hafa látið finna fyrir sér í Seyðisfirði í gegnum tíðina. Við þurfum fólk, sem virðir náttúruna en veður ekki yfir hana. Kynningarbæklingurinn Sami nærsveitungi mætti aftur ári seinna í mars s.l. og nú á fund heimastjórnar og sveitarstjórnar Múlaþings með nýjan kynningarbækling. Honum var vel tekið á báðum fundunum en brýnt var fyrir honum að kynna þetta allt betur fyrir Seyðfirðingum og auka samtalið. Í nýja bæklingnum fagnar Fiskeldi Austfjarða(FA) umræðunni í Seyðisfirði, en telur hana alla á misskilningi byggða, sem er rangt. Gagnrýnin er öll byggð á opinberum upplýsingum. Fyrirtækið hefur tekið saman helstu ”staðreyndir” til að tryggja virkt samtal milli fyrirtækisins og samfélagsins og ná sáttum. Einhverra hluta vegna hefur enginn kynningarfundur verið haldinn og ekkert samtal átt sér stað af hálfu FA. Umhverfismatið Úr umhverfismati kom valkostur A, sem þýðir óbreytt ástand í Seyðisfirði. Það hentaði ekki áformum FA. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum eins og FA fór fram á í frummatsskýrslu sinni. Þar var eldissvæði í Skálanesbót yfir grænu náttúruverndarsvæði. Hvorgur valkosturinn varð þó fyrir valinu í endanlegu skipulagi, öll þrjú svæðin hafa verið stækkuð og græna svæðið er alfarið þurrkað út fyrir sjókvíaeldið. Endanlegi valkosturinn kemur því ekki úr umhverfismatinu og var aldrei kynntur. Neikvæðar ábendingar frá Skipulagsstofnun Seyðisfjörður er þröngur fjörður með mikilli umferð stórra skipa. Landfræðilegar aðstæður setja því þröngar skorður hvort og hvar hægt er að stunda sjókvíaeldi í honum. Farice-1 strengurinn liggur í miðjum firðinum og kemur hreinlega í veg fyrir sjókvíaeldið. Margar stofnanir bentu á að taka þarf fullt tillit til strengsins og helgunarsvæðis hans. Þetta er þjóðaröryggismál. Fyrirtækið viðurkennir í kynningarbæklingnum að það fer inn á helgunarsvæðið. Áhrif á ferðaþjónustu, er talin geta orðið talsvert eða verulega neikvæð, en hún er einn helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins á Seyðisfirði. Ekki er sjálfgefið að neikvæð ímynd gangi strax til baka ef fiskeldi verður hætt. Nálægð kvíastæðanna við siglingaleið Norrænu og annarra farþegaskipa hefur neikvæð áhrif á ásýnd fjarðarins og er hættuleg. Sjónrænna áhrifa mun gæta á vinsælum gönguleiðum, s.s. Skálanes, Skálanesbjarg, Selstaðir, Brimnes og Hjálmárdalsheiði. Að ekki sé minnst á væntanlegan verðlaunaútsýnispall, Baug Bjólfs. Sörlastaðavík er innan 5 km fjarlægðar frá Fjarðará, Vestdalsá,Selstaðaá og Sörlastaðaá. Hin tvo kvíastæðin eru þvert á árósa Austdalsár og Selstaðaár og of nálægt Skálanesbjargi. Allt þetta stenst ekki fjarlægðarmörk. Sjókvíar og rammafestingar skerða möguleika til veiða í Seyðisfirði. Smábátasjómönnum er þar með vísað út úr firðinum. Kajakræðurum er hent út í miðjan fjörð. Kvíastæði taka þeirra pláss Öll kvíastæðin eru í gönguleið sjóbleikjunnar í firðinum. Rannsóknir um áhrif sjókvíaeldis á bleikjustofna eru lítð rannsakaðir. Ofanflóð og skriður Í bækling FA segir að Selstaðavík sé mögulega á B eða C svæði. Í minnisblaði Veðurstofunnar er hún á C svæði. Það stendur þangað til annað kemur í ljós eftir nánari skoðun Veðurstofu. Síðast en ekki síst Áhrif á samfélag og efnahag verða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um sjókvíaeldið í nærsamfélaginu. Þetta mat byggði reyndar á 55% andstöðu, sem nú er orðin 75% skv. Gallupkönnun Múlaþings. Kvíastæðin þrjú Sörlastaðavík Kvíar inni í hvítum ljósgeira.Inni í siglingaleið.Yfir helgunarsvæði Farice-1.Neðansjávarskriður á hafsbotni.Innan 5 km frá Fjarðará. Selstaðavík Ofanflóðahætta – C svæði.Yfir helgunarsvæði Farice-1.Of nærri hvítum ljósgeira.Þrengir að siglingaleið.Neðansjávarskriður á hafsbotni.Ljós í kvíastæðinu trufla hvíta ljósgeirann í Sörlastaðavík.Kvíastæðið er þvert á árósa Selstaðaár. Skálanesbót Neðansjávarskriður á hafsbotni.Kvíastæðið er yfir grænu svæði sem var látið víkja.Þar með yfir hrygningarsvæðum loðnu og þorsks.Skálanesbót er uppeldissvæði æðarfugls úr Loðmundarfirði og Skálanesi.Æðarfugl er ábyrgðartegund á Íslandi og er á Evrópuválista.Kvíastæðið er of nærri Skálanesbjargi og fuglalífinu þar.Kvíastæðið er þvert á árósa Austdalsár. Í hana ganga ekki laxfiskar, vegna fossa neðarlega í henni. En eigum við ekki að horfa á heildarmyndina. Áin ber fram næringarefni fyrir hrygningasvæðin fyrir framan árósana. Ég tek undir orð Jónínu Brynjólfsdóttur forseta sveitarstjórnar. ”Fólk vill búa á Seyðisfirði og vill að á það sé hlustað”. Það er alla vega sanngjörn krafa að hlustað sé á 75% íbúa sem hafa lýst sig andvíga sjókvíaeldi í firðirnum. Ég tek líka undir orð Pálma Gunnarssonar tónlistarmanns til fyrirtækisins. ”Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki.” Látið fjörðinn í friði. Þessi samantekt er eftir lestur fjölda gagna, sem tengjast málinu. Hún er ekki tæmandi. Það tekur á að lesa svör Skipulagsstofnunar og Svæðisráðs við athugasemdum í Seyðisfirði. Þar er bent á allt þetta hér að framan og að það þurfi að gæta öryggis hér og þar. En það var allt látið víkja því það lá fyrir umsókn um sjókvíaeldi í firðinum. Allt strandsvæðaskipulagið hefur í raun snúist um að koma sjókvíaeldi fyrir sem víðast og látið ganga fyrir annarri atvinnustrafssemi, sem fyrir er á svæðinu. Eyðileggingin er ekki réttlætanleg. STOPP. Verndum Seyðisfjörð. Seyðfirðingar berjast áfram fyrir fjörðinn og samfélagið. Með vinsemd og virðingu Magnús Guðmundsson. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun