Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 11:00 Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti. Akstursíþróttir Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti.
Akstursíþróttir Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira