„Haldið þið að Ísland sé öruggt ríki?“ Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir skrifar 2. júní 2023 21:31 Það sækir á mig sorg í dag, hugur minn er hjá Helgu Sif og börnunum hennar. Í dag er ár síðan það var endanlega staðfest fyrir mér hið eiginlega gildismat sem ræður för í framkomu stjórnvalda gagnvart konum og börnum. Ég er líka reið. Í dag sækir að mér óhugnaður því ég greini engin takmörk á því hversu langt kerfið er tilbúið til að ganga til að réttlæta sína eigin hegðun, sínar eigin ákvarðanir og rangláta breytni án iðrunar. Stolt kerfi, með risastórt sært egó er tilbúið til að fórna lífum annarra til að hafa „rétt fyrir sér“. Því harðar sem þú gengur á eftir því að fá réttlæti því hættulegra verður kerfið þér. Að minnsta kosti ef þú ert kona eða barn sem hefur þolað ofbeldi af hálfu „heimilisföður“ svo ég tali ekki útfyrir mína eigin reynslu. Ég minnist þessa dags, 2. júní fyrir ári síðan, þegar ég varð vitni og viðstödd sjö klukkustunda aðför Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á Barnaspítala Hringsins þar sem barnið sem átti að sækja var að þiggja þjónustu. Ég man ekki lengur hvað voru margir lögreglubílar á hringsóli í kringum spítalann, af einhverjum ástæðum, en á einum tímapunkti voru þeir amk þrír. Aðgerðinni er réttast lýst sem eiginlegri handtöku á barni. Ég viðurkenni að ég var móð og másandi eftir hlaupin upp stigann, þegar ég labbaði inn ganginn í átt að fulltrúum ríkisins sem þar stóðu, en það útskýrir samt ekki hranalegt viðmót sýslumannsfulltrúans sem mætti mér. Þegar hún sagði mér að ég mætti ekki vera þarna, sagði ég henni, sem bar ábyrgð á framkvæmdinni, að ég væri þarna til að styðja vinkonu mína og barnið hennar og að hún réði ekki yfir göngum spítalans. Hún sagði mér þá eins og til að sannfæra einhvern annan, að það væri hún sem væri að gæta hagsmuna barnsins svo ég endurtók orðin hennar upphátt í spurnartón til þess að sjá hvort hún heyrði kannski hversu fáránlega þau hljómuðu þar sem hún stóð með hersingu manns, lögreglu og barnavernd ásamt lögmanni föður í hælaskóm og stuttum kjól eins hún væri á leið í kokteilboð í hádeginu, við lokaðar og byrgðar dyr á spítalanum, þar sem barnið var inni í miklu uppnámi yfir því að ætti að þvinga hann til pabba síns. Móðirin var auðvitað skömmuð fyrir það að barnið væri í uppnámi henni kennt um aðgerðina og auðvitað átti það að vera hennar hlutverk að róa barnið og telja honum hughvarf, svo að hún væri líka ábyrg fyrir því að senda barnið aftur inn í helvítið sem þau voru að reyna flýja. Það tók sjö klukkustundir að brjóta vilja barnsins á bak aftur, þess vegna og einungis þess vegna varði aðgerðin svona lengi. Skilaboðin voru skýr frá þessu fullorðna fólki til hans; það sem þú segir skiptir ekki máli, við trúum þér ekki, það skiptir engu máli hvernig þér líður drengur, það skiptir engu máli hvað þú vilt, við megum meiða þig og það má meiða þig, það má þvinga þig, það má pína þig, þú skiptir engu máli. Mér er það til efs að þetta barn muni nokkurn tíma treysta íslenskum stjórnvöldum eða finnast hann geta treyst ókunnugu fullorðnu fólki sem ber titla sem ekkert barn ætti að þurfa tengja við örvæntinguna sem fylgir slíkri valdníðslu. Núna ári seinna ætla sömu aðilar með sömu nöfnin, með nýja heimild frá Landsrétti að fara sækja barnið aftur með aðför svo að megi örugglega þvinga barnið aftur til föðurins sem í dag hefur stöðu sakbornings í lögreglurannsókn á brotum sem barnið sagði frá, allt eftir kerfisins reglum, í Barnahúsi eftir að sýslumaður þvingaði hann í samvistirnar með föður sínum í fyrra. Faðir hefur reyndar líka stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna nýlegra ætlaðra ofbeldisbrota gegn Helgu Sif, en það er eins og hættan sem steðjar að þeim vegna þessa sé eitthvert aukaatriði í höfði lagakerfisins. Helga Sif sem nýlega opnaði sig um núverandi stöðu sína og barnanna í opinni FB- færslu, segist hafa í hlýðni og ótta við refsivönd kerfisins hafa þagað í heilt ár. En þögn hennar hafi engu skilað nema enn grófara og gengdarlausu ofbeldi með ógnarstjórn og niðurbroti barnanna hennar allra. Ég hef orðið vitni að ýmsu um ævina en ég vil ALDREI aftur sjá eina móður eins niðurbrotna, svikna og særða og ég sá Helgu Sif þegar lögreglan leiddi hana út af deildinni á ganginn þar sem hún huldi andlitið. Við vorum margar sem beygðum af þá, samt stjarfar af taugaspennu. Ég sjálf vil ALDREI að nokkuð viðlíka gerist aftur og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að það verði ekki. Miðað við hvernig kerfið, fólkið í kerfinu, fer með vald sitt í þessu máli sem ég hef fylgst með í meira en ár, veit ég fyrir víst að hvaða móðir sem er getur fundið sig í þeim sporum sem Helga Sif er í með börnin sín. Ef einhver spyr mig um sannleikann þá er hann sá að hún og börnin hennar sögðu frá ofbeldi barnsföður hennar og síðan hafa dómarar, sýslumaður, og barnaverndaryfirvöld í „samráði“ við lögreglu, farið með Helgu og börnin öll eins og grunaða glæpamenn. En enginn er að spyrja mig, sem er líklega ástæða þess að ég er að skrifa þetta núna. En ég er þakklát fyrir samstöðuna, öllum þeim sem stóðu vörðinn á spítalanum þennan dag, stóðu með Helgu Sif og barninu hennar og gera enn í dag sem einn maður væri, af skilyrðislausum náungakærleika, sem þýðir líka að það er von. Það er hvorki mitt að fyrirgefa eða útskýra þá grimmd sem ríkið hefur sýnt af sér í þessu máli eða hegðun einstaka fulltrúa þess, en ég ætla enn að trúa því að fólkið sem er samfélagið vilji þetta ekki. Þau sem vilja styðja við Helgu Sif og börnin hennar er bent á þessa söfnunarrsíðu: https://bmc.link/sifhelga83v Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það sækir á mig sorg í dag, hugur minn er hjá Helgu Sif og börnunum hennar. Í dag er ár síðan það var endanlega staðfest fyrir mér hið eiginlega gildismat sem ræður för í framkomu stjórnvalda gagnvart konum og börnum. Ég er líka reið. Í dag sækir að mér óhugnaður því ég greini engin takmörk á því hversu langt kerfið er tilbúið til að ganga til að réttlæta sína eigin hegðun, sínar eigin ákvarðanir og rangláta breytni án iðrunar. Stolt kerfi, með risastórt sært egó er tilbúið til að fórna lífum annarra til að hafa „rétt fyrir sér“. Því harðar sem þú gengur á eftir því að fá réttlæti því hættulegra verður kerfið þér. Að minnsta kosti ef þú ert kona eða barn sem hefur þolað ofbeldi af hálfu „heimilisföður“ svo ég tali ekki útfyrir mína eigin reynslu. Ég minnist þessa dags, 2. júní fyrir ári síðan, þegar ég varð vitni og viðstödd sjö klukkustunda aðför Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á Barnaspítala Hringsins þar sem barnið sem átti að sækja var að þiggja þjónustu. Ég man ekki lengur hvað voru margir lögreglubílar á hringsóli í kringum spítalann, af einhverjum ástæðum, en á einum tímapunkti voru þeir amk þrír. Aðgerðinni er réttast lýst sem eiginlegri handtöku á barni. Ég viðurkenni að ég var móð og másandi eftir hlaupin upp stigann, þegar ég labbaði inn ganginn í átt að fulltrúum ríkisins sem þar stóðu, en það útskýrir samt ekki hranalegt viðmót sýslumannsfulltrúans sem mætti mér. Þegar hún sagði mér að ég mætti ekki vera þarna, sagði ég henni, sem bar ábyrgð á framkvæmdinni, að ég væri þarna til að styðja vinkonu mína og barnið hennar og að hún réði ekki yfir göngum spítalans. Hún sagði mér þá eins og til að sannfæra einhvern annan, að það væri hún sem væri að gæta hagsmuna barnsins svo ég endurtók orðin hennar upphátt í spurnartón til þess að sjá hvort hún heyrði kannski hversu fáránlega þau hljómuðu þar sem hún stóð með hersingu manns, lögreglu og barnavernd ásamt lögmanni föður í hælaskóm og stuttum kjól eins hún væri á leið í kokteilboð í hádeginu, við lokaðar og byrgðar dyr á spítalanum, þar sem barnið var inni í miklu uppnámi yfir því að ætti að þvinga hann til pabba síns. Móðirin var auðvitað skömmuð fyrir það að barnið væri í uppnámi henni kennt um aðgerðina og auðvitað átti það að vera hennar hlutverk að róa barnið og telja honum hughvarf, svo að hún væri líka ábyrg fyrir því að senda barnið aftur inn í helvítið sem þau voru að reyna flýja. Það tók sjö klukkustundir að brjóta vilja barnsins á bak aftur, þess vegna og einungis þess vegna varði aðgerðin svona lengi. Skilaboðin voru skýr frá þessu fullorðna fólki til hans; það sem þú segir skiptir ekki máli, við trúum þér ekki, það skiptir engu máli hvernig þér líður drengur, það skiptir engu máli hvað þú vilt, við megum meiða þig og það má meiða þig, það má þvinga þig, það má pína þig, þú skiptir engu máli. Mér er það til efs að þetta barn muni nokkurn tíma treysta íslenskum stjórnvöldum eða finnast hann geta treyst ókunnugu fullorðnu fólki sem ber titla sem ekkert barn ætti að þurfa tengja við örvæntinguna sem fylgir slíkri valdníðslu. Núna ári seinna ætla sömu aðilar með sömu nöfnin, með nýja heimild frá Landsrétti að fara sækja barnið aftur með aðför svo að megi örugglega þvinga barnið aftur til föðurins sem í dag hefur stöðu sakbornings í lögreglurannsókn á brotum sem barnið sagði frá, allt eftir kerfisins reglum, í Barnahúsi eftir að sýslumaður þvingaði hann í samvistirnar með föður sínum í fyrra. Faðir hefur reyndar líka stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna nýlegra ætlaðra ofbeldisbrota gegn Helgu Sif, en það er eins og hættan sem steðjar að þeim vegna þessa sé eitthvert aukaatriði í höfði lagakerfisins. Helga Sif sem nýlega opnaði sig um núverandi stöðu sína og barnanna í opinni FB- færslu, segist hafa í hlýðni og ótta við refsivönd kerfisins hafa þagað í heilt ár. En þögn hennar hafi engu skilað nema enn grófara og gengdarlausu ofbeldi með ógnarstjórn og niðurbroti barnanna hennar allra. Ég hef orðið vitni að ýmsu um ævina en ég vil ALDREI aftur sjá eina móður eins niðurbrotna, svikna og særða og ég sá Helgu Sif þegar lögreglan leiddi hana út af deildinni á ganginn þar sem hún huldi andlitið. Við vorum margar sem beygðum af þá, samt stjarfar af taugaspennu. Ég sjálf vil ALDREI að nokkuð viðlíka gerist aftur og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að það verði ekki. Miðað við hvernig kerfið, fólkið í kerfinu, fer með vald sitt í þessu máli sem ég hef fylgst með í meira en ár, veit ég fyrir víst að hvaða móðir sem er getur fundið sig í þeim sporum sem Helga Sif er í með börnin sín. Ef einhver spyr mig um sannleikann þá er hann sá að hún og börnin hennar sögðu frá ofbeldi barnsföður hennar og síðan hafa dómarar, sýslumaður, og barnaverndaryfirvöld í „samráði“ við lögreglu, farið með Helgu og börnin öll eins og grunaða glæpamenn. En enginn er að spyrja mig, sem er líklega ástæða þess að ég er að skrifa þetta núna. En ég er þakklát fyrir samstöðuna, öllum þeim sem stóðu vörðinn á spítalanum þennan dag, stóðu með Helgu Sif og barninu hennar og gera enn í dag sem einn maður væri, af skilyrðislausum náungakærleika, sem þýðir líka að það er von. Það er hvorki mitt að fyrirgefa eða útskýra þá grimmd sem ríkið hefur sýnt af sér í þessu máli eða hegðun einstaka fulltrúa þess, en ég ætla enn að trúa því að fólkið sem er samfélagið vilji þetta ekki. Þau sem vilja styðja við Helgu Sif og börnin hennar er bent á þessa söfnunarrsíðu: https://bmc.link/sifhelga83v Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun