Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júní 2023 08:01 Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun