Handbolti

Sjáðu Ís­lands­meistara­mynd­band ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson lyftir hér Íslandsbikarnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Honum leiddist það ekki.
Kári Kristján Kristjánsson lyftir hér Íslandsbikarnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Honum leiddist það ekki. Vísir/Vilhelm

ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta í þriðja sinn í sögunni. Liðið vann 3-2 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.

Oddaleikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í gærkvöldi fyrir framan troðfullt hús og í mikilli stemmningu.

Eyjamenn voru að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fimm ár og fyrsta stóra titilinn í þrjú ár.

ÍBV vann sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni en tapaði síðan tveimur leikjum í röð og einhverjir voru farnir að afskrifa Eyjamenn. Þeir sýndu hins vegar styrk sinn í gærkvöldi.

Seinni bylgjan heiðraði nýkrýnda Íslandsmeistara með meistaramyndbandi í lok þáttarins í gær og má sjá það hér fyrir neðan. Egill Birgisson er maðurinn á bak við þetta frábæra myndband.

Þarna er saga 2022-23 tímabilsins rakin þar sem hápunkturinn er auðvitað oddaleikurinn fyrir framan troðfullu íþróttahúsi í Eyjum.

Klippa: Seinni bylgjan: Íslandsmeistaramyndband ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×