Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:30 Rúnar Kárason fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í leikslok í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira