Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 10:01 Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur og enn betri í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira