Geðþóttaákvarðanir valdhafanna Þórarinn Eyfjörð skrifar 30. maí 2023 09:00 Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar