„Ákveðið svar frá mér varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 12:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltaliðs Frederica, er á frábærum stað og líður afskaplega vel í Danmörku, hann finnur enn fyrir þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfirstandandi tímabili vera ákveðið svar frá sér. Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Snýr aftur eftir 26 mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Snýr aftur eftir 26 mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
„Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00