„Það hafði enginn trú á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 08:00 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku VÍSIR/VILHELM Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“ Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31
„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01