Handbolti

„Á­kveðið svar frá mér varðandi ýmis­legt sem maður hefur lent í“

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Guð­mundur Guð­munds­son, þjálfari hand­bolta­liðs Frederica, er á frá­bærum stað og líður af­skap­lega vel í Dan­mörku, hann finnur enn fyrir þakk­læti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfir­standandi tíma­bili vera á­kveðið svar frá sér.

Fredericia á í dag mikil­vægan odda­leik fyrir höndum gegn stjörnu­prýddu liði Ála­borgar í undan­úr­slitum efstu deildar Dan­merkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úr­slita­ein­vígið.

Liðið hefur náð eftir­tektar­verðum árangri undir stjórn Guð­mundar og sjálfur er ís­lenski þjálfarinn himin­lifandi með stöðuna, bæði hjá sér per­sónu­lega sem og Fredericia.

„Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög á­nægður hjá Fredericia,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Vísi að­spurður um samning­stöðu sína og fram­tíðar­horfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Dan­mörku og er hjá frá­bæru fé­lagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sann­færður um það, þegar að ég hafði kynnt mér að­stæður og skrifaði undir samning við fé­lagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“

Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tæki­færi á upp­byggingu.

„Ég elska að byggja upp lið og sá tæki­færi til þess hér. Okkur fjöl­skyldunni líður mjög vel hér í Dan­mörku og hefur verið tekið ein­stak­lega vel.“

Finnur fyrir þakklæti

Saga danska hand­boltans og Guð­mundar er sam­ofin en hann var á sínum tíma lands­liðs­þjálfari danska karla­lands­liðsins og náði sögu­legum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst.

Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty

„Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakk­læti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska lands­liðinu árið 2016 og því er það er ein­stak­lega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“

Vakti risann

Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan á­ætlun því for­ráða­menn fé­lagsins höfðu sett sér það mark­mið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tíma­bil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025.

Liðið er nú komið í odda­leik í undan­úr­slitum og náð eftir­tektar­verðum árangri og segir Guð­mundur að í þessum árangri felist einnig á­kveðið svar frá honum.

„Þetta er á­kveðið svar frá mér, varðandi ýmis­legt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta ein­stak­lega skemmti­legt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frá­bær­lega.“

En hvað felur fram­tíðin í skauti sér?

„Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tíma­bil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guð­mundur Guð­munds­son, þjálfari Fredericia, í sam­tali við Vísi.


Tengdar fréttir

„Það hafði enginn trú á okkur“

Fredericia undir stjórn Guð­­mundar Guð­­munds­­sonar hefur komið mörgum á ó­­vart í dönsku úr­­vals­­deildinni í hand­­bolta. Liðið á fyrir höndum ærið verk­efni í odda­­leik gegn Á­la­­borg í dag í undan­úr­slitum dönsku deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.