„Ákveðið svar frá mér varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 12:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltaliðs Frederica, er á frábærum stað og líður afskaplega vel í Danmörku, hann finnur enn fyrir þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfirstandandi tímabili vera ákveðið svar frá sér. Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
„Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00