Lítið vitað um innihald þeirra vímuefna sem eru í umferð og þörf á efnagreiningu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 10:39 Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. einar árnason Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll að sögn sérfræðings. Lítið sé vitað um innihald þeirra sem eru í umferð hér á landi. Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30