Handbolti

Ís­lands­meistarinn vonar að það sé ekki vont í sjóinn

Aron Guðmundsson skrifar
Thea Imani með Íslandsmeistaratitilinn í höndunum eftir að Valur sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar
Thea Imani með Íslandsmeistaratitilinn í höndunum eftir að Valur sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar Vísir/Anton Brink

Thea Imani Sturlu­dóttir, leik­maður Ís­lands­meistara Vals var að vonum á­nægð eftir að Vals­konur tryggðu sér titilinn með því að sópa ÍBV út úr úr­slita­ein­vígi Olís deildarinnar í Vest­manna­eyjum í dag.

„Þetta er bara geggjuð til­finning, ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Thea í við­tali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Við erum búnar að fara í nokkur úr­slita­ein­vígi sem við höfum ekki náð að klára. Það er svo geggjuð til­finning sem fylgir því að ná að klára þessi ein­vígi.“

Lið ÍBV herjaði á Val undir lok leiks og lengi vel var út­lit fyrir að leikurinn færi í fram­lengingu. Vals­konur höfðu þó boltann og voru einu marki yfir þegar að­eins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum.

Thea gull­tryggði hins vegar Ís­lands­meistara­titilinn fyrir Val með loka­marki leiksins.

„Ég held ég hafi aldrei dripplað svona hægt á ævi minni og þetta er bara geggjað.“

Búast megi við al­gjöru sigur­partýi í Herjólfi á eftir þar sem að Ís­lands­meistara­titillinn fer með Vals­konum heim til Reykja­víkur.

„Vonandi er ekki vont í sjóinn en ég held að það muni ekki trufla okkur. “


Tengdar fréttir

„Get ekki beðið um meira frá þessum val­kyrjum“

Sigurður Braga­son, þjálfari kvenna­liðs ÍBV í hand­bolta var að vonum svekktur með að sitt lið hafi lotið í lægra haldi gegn Val í úr­slitum Olís deildar kvenna í dag. Hann er þó einnig stoltur af sínum stelpum og býst við því að stýra liði ÍBV á næsta tíma­bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×