Valskonur tryggðu sér titilinn í Eyjum Dagur Lárusson skrifar 20. maí 2023 14:46 Valskonur vel að Íslandsmeistaratitlinum komnar Vísir/Anton Brink Valskonur eru Íslandsmeistarar eftir sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. Valur kom inn í leikinn í dag með 2-0 forystu eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina frekar örugglega og því var ÍBV liðið með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Vals var virkilega góður fyrstu mínúturnar og var liðið komið með þriggja marka forystu snemma í leiknum. ÍBV náði þó alltaf að halda í við Val því Marta varði virkilega vel í markinu. Eftir að hafa verið undir fyrstu tuttugu mínútur leiksins þá náði ÍBV að jafna leikinn í 10-10 en liðið náði þó aldrei forystunni. Leikurinn var stál í stál restina af fyrri hálfleiknum en það var þó Valur sem fór með forystuna í hálfleikinn, staðan 12-13. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn einnig betur og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og var fólk farið að kalla eftir leikhléi hjá Sigurði Bragasyni, þjálfara ÍBV, en þá skoraði Harpa Valey mikilvægt mark og það stöðvaði blæðinguna. Valur með tveggja til þriggja marka forystu næstu mínúturnar en þegar lokakaflinn tók við þá var forystan komin niður í eitt mark. Síðustu þrjár mínúturnar voru í raun ótrúlegar þar sem boltinn var dæmdur af Val trekk í trekk og ÍBV fékk því mörk tækifæri til þess að jafna leikinn en það gerðist þó aldrei. Síðasta tækifæri ÍBV til þess að gera það var þegar um mínúta var eftir en þá skaut Hrafnhildur Hanna í slánna og út. Eftir það skoraði Thea Imani og tryggði Val sigurinn. Lokatölur 23-25. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir áhlaup ÍBV þá náðu Valskonur alltaf að halda uppi sínum gæðum, bæði í sóknarleiknum og líka í markvörslunni. Elín Rósa og Þórey Anna stigu upp á mikilvægum augnablikum sem og Sara Sif í markinu og þær fór fyrir sínu liði á lokakaflanum. Valskonur fögnuðu vel og innilega í leikslokVísir/Anton Brink Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna átti hreint út sagt frábæran leik en hún skoraði níu mörk. Hrafnhildur Hanna átti enn og aftur frábæran leik í liði ÍBV en hún skoraði einnig níu mörk. Hvað fór illa? Það voru nokkrir tapaðir boltar og glötuð tækifæri sem fóru forgörðum hjá ÍBV undir lokin sem hefðu getað gert gæfumuninn. Sunna tapaði boltanum tvisvar sinnum í stöðu þar sem ÍBV hefði getað jafnað leikinn. Olís-deild kvenna ÍBV Valur
Valskonur eru Íslandsmeistarar eftir sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. Valur kom inn í leikinn í dag með 2-0 forystu eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina frekar örugglega og því var ÍBV liðið með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Vals var virkilega góður fyrstu mínúturnar og var liðið komið með þriggja marka forystu snemma í leiknum. ÍBV náði þó alltaf að halda í við Val því Marta varði virkilega vel í markinu. Eftir að hafa verið undir fyrstu tuttugu mínútur leiksins þá náði ÍBV að jafna leikinn í 10-10 en liðið náði þó aldrei forystunni. Leikurinn var stál í stál restina af fyrri hálfleiknum en það var þó Valur sem fór með forystuna í hálfleikinn, staðan 12-13. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn einnig betur og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og var fólk farið að kalla eftir leikhléi hjá Sigurði Bragasyni, þjálfara ÍBV, en þá skoraði Harpa Valey mikilvægt mark og það stöðvaði blæðinguna. Valur með tveggja til þriggja marka forystu næstu mínúturnar en þegar lokakaflinn tók við þá var forystan komin niður í eitt mark. Síðustu þrjár mínúturnar voru í raun ótrúlegar þar sem boltinn var dæmdur af Val trekk í trekk og ÍBV fékk því mörk tækifæri til þess að jafna leikinn en það gerðist þó aldrei. Síðasta tækifæri ÍBV til þess að gera það var þegar um mínúta var eftir en þá skaut Hrafnhildur Hanna í slánna og út. Eftir það skoraði Thea Imani og tryggði Val sigurinn. Lokatölur 23-25. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir áhlaup ÍBV þá náðu Valskonur alltaf að halda uppi sínum gæðum, bæði í sóknarleiknum og líka í markvörslunni. Elín Rósa og Þórey Anna stigu upp á mikilvægum augnablikum sem og Sara Sif í markinu og þær fór fyrir sínu liði á lokakaflanum. Valskonur fögnuðu vel og innilega í leikslokVísir/Anton Brink Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna átti hreint út sagt frábæran leik en hún skoraði níu mörk. Hrafnhildur Hanna átti enn og aftur frábæran leik í liði ÍBV en hún skoraði einnig níu mörk. Hvað fór illa? Það voru nokkrir tapaðir boltar og glötuð tækifæri sem fóru forgörðum hjá ÍBV undir lokin sem hefðu getað gert gæfumuninn. Sunna tapaði boltanum tvisvar sinnum í stöðu þar sem ÍBV hefði getað jafnað leikinn.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn