Handbolti

Snorra hvergi að finna á lista helsta sér­­­fæðings Dana: Þó eru þar tveir Ís­­lendingar

Aron Guðmundsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard
Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard Vísir/Samsett mynd

Danski hand­bolta­sér­fræðingurinn Bent Nyega­ard kemur með ansi ó­vænt og fróð­legt inn­legg inn í um­ræðuna hver eigi að taka við danska meistara­liði GOG í hand­bolta. Hann setur fram lista yfir þá þrjá er­lendu þjálfara sem hann telur henta GOG vel, tveir Ís­lendingar eru þar á blaði.

GOG er nú í þjálfara­leit eftir að ljóst varð að Nico­lej Krickau, nú­verandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnar­taumunum hjá þýska stór­liðinu Flens­burg að yfir­standandi tíma­bili loknu.

Snorri Steinn Guð­jóns­son, þjálfari Vals og fyrrum leik­maður GOG, hefur átt í við­ræðum við for­svars­menn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur er­lendu þjálfurum sem Nyega­ard setur fram sem bestu val­kosti GOG.

Nyega­ard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjöl­braut­skólann í Breið­holti, telur að Ís­­­lendingarnir Aron Kristjáns­­­son og Arnór Atla­­­son séu tveir af þeim þremur bestu er­­­lendu þjálfurum sem for­svars­­­menn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða er­­lendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í sam­tali við TV2 Sport.

„Aron Kristjáns­son er stórt nafn þegar kemur að hand­bolta hér í Dan­mörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leik­maður og svo sem þjálfari,“ segir Nyega­ard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá fé­lags- og lands­liðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“

Aron er sem stendur lands­liðs­þjálfari Bar­ein.

Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe

Þá nefnir Nyega­ard til sögunnar fyrrum ís­lenska lands­liðs­manninn Arnór Atla­son en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs lands­liðsins lausu og á að taka við þjálfara­stöðu hjá Hol­stebro í sumar. Þá hefur hann áður verið að­stoðar­þjálfari danska stór­liðsins Ála­borg.

„Arnór myndi passa full­kom­lega inn í hug­mynda­fræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Hol­stebro veit ég ekki.“

Arnór Atlason Vísir/Eva Björk

Það er þó mat Nyega­ard að Sviss­lendingurinn Andy Schmid sé besti er­lendi þjálfarinn í starfið. Schmid er enn­þá að spila og á að taka við sviss­neska lands­liðinu frá árinu 2024.

Andy SchmidVísir/Getty

Tengdar fréttir

GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu

Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×