Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 14:00 Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“ Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“
Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31