„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 09:00 Haukarnir fagna sigri í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið
Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira