„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir og Birna Berg Haraldsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld og sennilega af þeim leikjum sem eftir eru í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Samsett/DIEGO Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira