Körfubolti

Twitter yfir sigri Vals á Króknum: „Þvílíka ofmatið þetta Síki“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það eru ekki allir á því að Síkið sé sérstakt.
Það eru ekki allir á því að Síkið sé sérstakt. Vísir/Davíð Már

Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð.

Tindastóll byrjaði leik gærkvöldsins frábærlega og virtist sem spennustigið væri hárrétt stillt hjá heimaliðinu. Eftir magnaðan 1. leikhluta fjaraði sóknarleikur þeirra út og Íslandsmeistarar Vals gengu á lagið. Fór það svo að Valur vann með 13 stigum og því fáum við oddaleik.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur af samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. Við byrjum á Benedikt Gunnari Óskarssyni en sá er uppalinn Valsari og hefur spilað með meistaraflokki liðsins í handbolta undanfarin ár.

Friðrik Ingi Rúnarsson hrósaði vörn Vals.

Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson veltir fyrir sér af hverju liðin geta ekki unnið á heimavelli.

Ástin er sterk

Mikil spenna ríkir fyrir oddaleiknum

Frank Aron Booker var frábær.

Sigtryggur Arnar líka þó hann hafi tapað.

Að lokum var Sindri Snær Jensson mjög ánægður með að Pavel hafi fundið sér „aðra vinnu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×