Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 11. maí 2023 18:31 Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun