Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 13:01 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tryggði ÍBV hádramatískan sigur gegn Haukum í síðasta leik í Eyjum en Haukar jöfnuðu svo einvígið í 2-2 í framlengdum leik á heimavelli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira