Handbolti

Gunni Magg er hann sá brotið í beinni: „Guð minn almáttugur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega mjög svekktur í leikslok.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega mjög svekktur í leikslok. S2 Sport

Staðan er 1-1 í einvígi Aftureldingar og Hauka eftir mjög umdeildan endi á öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta.

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, átti mjög erfitt með sig eftir leik Hauka og Aftureldingar þar sem Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndunni. Afturelding vildi fá aukakast í sókninni á undan sem flestir töldu að yrði lokasókn leiksins en Haukar unnu boltann og skoruðu rétt áður en leiktíminn rann út.

„Vá, þetta bara ólýsanlegt. Frábær leikur, tvö frábær lið og barátta á báða bóga. Þetta átti ekki að enda svona. Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar Magnússon.

„Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur,“ sagði Gunnar.

„Þetta er rosalegt að horfa á þetta,“ sagði Gunnar en hann var þá að horfa á atvikið á sjónvarpsskjá.

„Dómararnir gera mistök en ef þú gerir mistök sem ræður úrslitum þá hljóta þeir af vera svekktari heldur en allir í húsinu. Ég hef ekki fundið mann sem hefur sagt að þetta hafi ekki verið fríkast. Þetta eru bara mistök og leiðinlegt að þetta skuli hafa ráðist á þessu. Ömurlegt,“ sagði Gunnar.

„Við hefðum þá getað farið í framlengingu og betra liðið unnið. Það hefði geta farið á hvorn veginn sem var. Þetta er bara mjög súrt,“ sagði Gunnar.

Það má sjá allt viðtalið við Gunnar hér fyrir neðan.

Klippa: Viðtal við Gunnar Magnússon

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×