Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 08:00 Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07