Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2023 17:12 Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigurinn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. „Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira