Ræddu illviðráðanlegt vandamál Garðbæinga: „Ég bara skil þetta ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 11:01 Úr leik Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís deildar kvenna Það hefur verið viðloðandi leik kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta nú í langan tíma að liðið byrjar leiki sína afar illa. Það hefur gengið erfiðlega fyrir þjálfarateymi liðsins að finna lausnir á þessu vandamáli sem var til umræðu í nýjasta þætti Kvennakastsins. Stjarnan háir nú einvígi við Valskonur í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en slök byrjun hefur oft á tíðum valdið Stjörnukonum vandræðum á yfirstandandi tímabili. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val þegar fjórði leikur liðanna nálgast. „Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Inga Fríða, Stjörnukona og einn af sérfræðingum Kvennakastsins um þetta vandamál sem Stjarnan glímir við. „Ef ég vissi hvað ætti sér stað hjá þeim þá væri ég búin að koma lausninni á framfæri. Þetta er mjög undarlegt og eru auðvitað alveg ógeðslega erfitt fyrir liðið, að þurfa einhvern veginn alltaf að byrja á að sækja.“ Sigurlaug Rúnarsdóttir, umsjónarmaður Kvennakastsins tók undir með Ingu Fríðu „Þær þurfa alltaf að byrja á því mjög snemma í leikjum sínum að taka leikhlé eftir slaka byrjun því það virðist ekki vera búið að ræsa vélarnar í liðinu og það er örugglega búið að prófa allt til þess að koma í veg fyrir það að svona gerist aftur og aftur. Að sama skapi, ef það ætti að velja einhvern tímapunkt í leiknum til þess að eiga slæman kafla þá er ábyggilega skásti kaflinn í byrjun leiks því þá hefurðu allavegana tíma til þess að vinna þetta upp.“ Umræðuna um Stjörnukonur og Kvennakastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan. Þá er fjórði leikur Stjörnunnar og Vals í undanúrslitum Olís deildarinnar í beinni útsendingu klukkan 16:30 á Stöð 2 Sport 5 í dag. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. 4. maí 2023 13:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Stjarnan háir nú einvígi við Valskonur í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en slök byrjun hefur oft á tíðum valdið Stjörnukonum vandræðum á yfirstandandi tímabili. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val þegar fjórði leikur liðanna nálgast. „Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Inga Fríða, Stjörnukona og einn af sérfræðingum Kvennakastsins um þetta vandamál sem Stjarnan glímir við. „Ef ég vissi hvað ætti sér stað hjá þeim þá væri ég búin að koma lausninni á framfæri. Þetta er mjög undarlegt og eru auðvitað alveg ógeðslega erfitt fyrir liðið, að þurfa einhvern veginn alltaf að byrja á að sækja.“ Sigurlaug Rúnarsdóttir, umsjónarmaður Kvennakastsins tók undir með Ingu Fríðu „Þær þurfa alltaf að byrja á því mjög snemma í leikjum sínum að taka leikhlé eftir slaka byrjun því það virðist ekki vera búið að ræsa vélarnar í liðinu og það er örugglega búið að prófa allt til þess að koma í veg fyrir það að svona gerist aftur og aftur. Að sama skapi, ef það ætti að velja einhvern tímapunkt í leiknum til þess að eiga slæman kafla þá er ábyggilega skásti kaflinn í byrjun leiks því þá hefurðu allavegana tíma til þess að vinna þetta upp.“ Umræðuna um Stjörnukonur og Kvennakastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan. Þá er fjórði leikur Stjörnunnar og Vals í undanúrslitum Olís deildarinnar í beinni útsendingu klukkan 16:30 á Stöð 2 Sport 5 í dag.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. 4. maí 2023 13:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. 4. maí 2023 13:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30