Urðu Íslandsmeistarar þegar þeir slógu Haukana síðast út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 16:01 Blær Hinriksson skoraði sex mörk í bikarúrslitaleiknum en hann er í kapphlaupi við tímann eftir að hafa meiðst illa í átta liða úrslitunum. Vísir/Hulda Margrét Afturelding hefur þurft að bíða lengst eftir Íslandsmeistaratitlinum af liðunum fjórum sem standa eftir í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Bið Aftureldingar er næstum því aldarfjórðungur á lengd (1999) en FH-ingar hafa beðið í tólf ár (2011). Það er mun styttra í titla Hauka (2016) og ÍBV (2018). Afturelding er með heimavallarréttinn í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum og er fyrsti leikurinn í Mosfellsbænum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.00. Það er óhætt að segja að úrslitin í einvígum Hauka og Aftureldingar hafa verið einhliða síðustu rúmu tvo áratugi. Haukarnir hafa unnið síðustu fjórar seríur á móti Aftureldingu í úrslitakeppni karla eða í öll skiptin sem félögin hafa lent á móti hvoru öðru á þessari öld. Það þarf að fara 24 ár aftur í tímann til að finna seríu þar sem Afturelding hafði betur á móti Haukum en það var í aprílmánuði 1999. Vorið 1999 var líka þegar Afturelding varð síðast Íslandsmeistari. Afturelding sló þá Haukana út í undanúrslitunum 2-1 eftir átta marka sigur í oddaleik að Varmá, 30-22. Bjarki Sigurðsson skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingaliðið í leiknum. Í úrslitaeinvíginu vann Afturelding síðan 3-1 sigur á FH. Haukarnir hafa síðan unnið öll einvígi félaganna. Haukar unnu 2-1 í undanúrslitum 2000, 3-0 í undanúrslitum 2015 og 3-2 í úrslitaeinvíginu 2016. Haukar höfðu einnig betur í átta liða úrslitum 2021 en þá fóru fram tveir leikir og Haukarnir unnu með 24 mörkum samanlagt (71-47). Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni í vetur og unnust báðir leikirnir á útivelli. Afturelding vann eins marks sigur á Ásvöllum í október (27-26) og Haukarnir unnu tveggja marka sigur á Varmá í febrúar (26-24). Stærsti leikur þeirra var þó sjálfur bikarúrslitaleikurinn þar sem Afturelding vann eins marks sigur í Laugardalshöllinni, 28-27. Einvígi Aftureldingar og Hauka í sögu úrslitakeppninnar: Átta liða úrslit 2021: Haukar unnu 71-47 Lokaúrslit 2016: Haukar unnu 3-2 Undanúrslit 2015: Haukar unnu 3-0 Undanúrslit 2000: Haukar unnu 2-1 Undanúrslit 1999: Afturelding vann 2-1 Átta liða úrslit 1994: Haukar unnu 2-0 Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira
Bið Aftureldingar er næstum því aldarfjórðungur á lengd (1999) en FH-ingar hafa beðið í tólf ár (2011). Það er mun styttra í titla Hauka (2016) og ÍBV (2018). Afturelding er með heimavallarréttinn í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum og er fyrsti leikurinn í Mosfellsbænum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.00. Það er óhætt að segja að úrslitin í einvígum Hauka og Aftureldingar hafa verið einhliða síðustu rúmu tvo áratugi. Haukarnir hafa unnið síðustu fjórar seríur á móti Aftureldingu í úrslitakeppni karla eða í öll skiptin sem félögin hafa lent á móti hvoru öðru á þessari öld. Það þarf að fara 24 ár aftur í tímann til að finna seríu þar sem Afturelding hafði betur á móti Haukum en það var í aprílmánuði 1999. Vorið 1999 var líka þegar Afturelding varð síðast Íslandsmeistari. Afturelding sló þá Haukana út í undanúrslitunum 2-1 eftir átta marka sigur í oddaleik að Varmá, 30-22. Bjarki Sigurðsson skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingaliðið í leiknum. Í úrslitaeinvíginu vann Afturelding síðan 3-1 sigur á FH. Haukarnir hafa síðan unnið öll einvígi félaganna. Haukar unnu 2-1 í undanúrslitum 2000, 3-0 í undanúrslitum 2015 og 3-2 í úrslitaeinvíginu 2016. Haukar höfðu einnig betur í átta liða úrslitum 2021 en þá fóru fram tveir leikir og Haukarnir unnu með 24 mörkum samanlagt (71-47). Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni í vetur og unnust báðir leikirnir á útivelli. Afturelding vann eins marks sigur á Ásvöllum í október (27-26) og Haukarnir unnu tveggja marka sigur á Varmá í febrúar (26-24). Stærsti leikur þeirra var þó sjálfur bikarúrslitaleikurinn þar sem Afturelding vann eins marks sigur í Laugardalshöllinni, 28-27. Einvígi Aftureldingar og Hauka í sögu úrslitakeppninnar: Átta liða úrslit 2021: Haukar unnu 71-47 Lokaúrslit 2016: Haukar unnu 3-2 Undanúrslit 2015: Haukar unnu 3-0 Undanúrslit 2000: Haukar unnu 2-1 Undanúrslit 1999: Afturelding vann 2-1 Átta liða úrslit 1994: Haukar unnu 2-0
Einvígi Aftureldingar og Hauka í sögu úrslitakeppninnar: Átta liða úrslit 2021: Haukar unnu 71-47 Lokaúrslit 2016: Haukar unnu 3-2 Undanúrslit 2015: Haukar unnu 3-0 Undanúrslit 2000: Haukar unnu 2-1 Undanúrslit 1999: Afturelding vann 2-1 Átta liða úrslit 1994: Haukar unnu 2-0
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira