„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 12:35 Lena Margrét Valdimarsdóttir er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar en fer til Selfoss í sumar, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira