Er saga Kvennaskólans í Reykjavík ekki neins virði? Þengill Fannar Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:31 Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun