Að vera foreldri Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 29. apríl 2023 13:31 Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun