Að vera foreldri Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 29. apríl 2023 13:31 Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun