Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 08:01 Anna Úrsúla Gunnarsdóttir telur að kvennaboltinn verði oft útundan ef tekið er mið af karlaboltanum. Vísir/Stöð 2 Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira