Gul viðvörun verður rauð ef ekkert er að gert Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2023 08:02 Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun