„Máli réttu hallar hann, hvergi dóma grundar“ Erna Bjarnadóttir skrifar 26. apríl 2023 11:00 Það verður seint sagt að Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), þreytist í hagsmunagæslu fyrir innflutningsaðila og heildsala. Þann 22. apríl sl. birtist grein eftir framkvæmdastjórann sem enn einn slíkur vitnisburður. Í nefndri grein fjallar FA um tollflokkun pitsaosts sem blandaður er með jurtaolíu og málsmeðferð Skattsins og fjármálaráðuneytisins í málinu. Greinin er full af rangfærslum svo ekki sé minnst á gífuryrði og ávirðingar um að dómstólar hér á landi styðjist ekki við íslensk lög í sínum niðurstöðum. Hér á eftir verður farið yfir helstu rangfærslur í grein framkvæmdastjórans. Upphaf málsins um „pitsuostinn“ Í grein sinni segir framkvæmdastjóri FA að fjármálaráðuneytið hafi árið 2020 beitt sér fyrir að Skatturinn færði pitsaost sem er blandaður með jurtaolíu milli tollflokka, í tollflokk fyrir osta og segir þá breytingu tilkomna vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum fremur en réttrar framkvæmdar tollalaga. Vert er að minnast á að varan sem tekist er á um er 84% mozzarellaostur. Í kjölfar þess að Skatturinn tók umrædda vöru til skoðunar og lagði á viðeigandi toll samkvæmt tollskrá á umrædda vöru á grundvelli þess að hún tollflokkaðist sem ostur, höfðaði Danól ehf., sem er félagi í FA, mál fyrir héraðsdómi en tapaði þar málinu. Varð það niðurstaðan þrátt fyrir að einstakir starfsmenn Skattsins gæfu þar skýrslu þar sem þeir lýstu persónulegum skoðunum sínum í málinu – skoðunum sem voru í andstöðu við formlega afstöðu Skattsins. Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar þar sem fyrirtækið krafðist þess að umrædd vara yrði flokkuð sem jurtaostur í stað hefðbundins osts, og bæri þannig enga tolla. Niðurstaða Landsréttar var sú að með hliðsjón af efnisinnihaldi vörunnar og almennum reglum um túlkun tollskrár bæri að flokka vöruna sem hvers konar rifinn ost eða mulinn ost þar sem aðalinnihaldsefnið er mjólkurostur. Danól ehf. óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en var synjað. Íslenska ríkið er bundið af þessari niðurstöðu Landsréttar enda er dómur Landsréttar endanlegur dómur í málinu. Um Alþjóðatollastofnunina og skuldbindingar aðildarríkja Ísland er aðili að Alþjóðatollastofnuninni (e. World Customs Organisation, WCO), en hún hefur aðsetur í Brussel. Þessi stofnun er vörsluaðili samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskránnar (e. Harmonized System) en þessi skrá er grundvöllur tollskráa einstakra ríkja, þ.m.t. tollskrár íslenska ríkisins. Umrædd stofnun hefur ekki yfirþjóðlegt vald og getur ekki skuldbundið aðildarríki hvað tollflokkun varðar. Ríki geta tollflokkað vörur á grundvelli sinna eigin reglna, en í grundvallaratriðum á að tollflokka sömu vörur með svipuðum hætti hvar sem er í heiminum. Þá er rétt að geta þess að þessi stofnun ákveður ekki hversu háan toll eigi að leggja á vörur, ríki ákveða það algerlega sjálf í skjóli fullveldisréttar og innan heimilda GATT samningsins frá 1947. WCO getur hins vegar gefið út tilmæli um tollflokkun. Eins og orðið gefur til kynna er hér einungis um tilmæli að ræða en ekki bindandi fyrirmæli um tollflokkun. Í þessu sambandi hefur grundvallarþýðingu að reglur stofnunarinnar gera ráð fyrir því að aðildarríki geti ekki alltaf farið eftir tilmælum stofnunarinnar, t.d. vegna þess að dómstóll í tilteknu ríki hefur komist að ákveðinni niðurstöðu um tollflokkun. Þegar svo ber undir þá ber aðildarríkjum að tilkynna um slíkt. Á heimasíðu WCO er sérstaklega fjallað um þetta. Umræddan texta má finna hér: Í lauslegri þýðingu segir þarna m.a.: Í tilmælum ráðsins um beitingu ákvarðana nefnda samræmdu kerfisins (HS) frá 30. júní 2001 er farið fram á að öll aðildarríki WCO og HS samningsaðilar tilkynni framkvæmdastjóranum ef þeir geta ekki beitt ákvörðun HS nefndarinnar. Slík tilkynning ætti að fara fram innan tólf mánaða frá því að slík ákvörðun telst samþykkt af ráðinu og ætti að innihalda sérstaka ástæðu fyrir því að ákvörðunin er ekki beitt , t.d. ef þörf er á breytingu á landslögum áður en ákvörðun kemur til framkvæmda. Markmið þessara tilmæla er að ná fram auknu gagnsæi og einsleitni varðandi beitingu ákvarðana HSC. Dómstólar í öðrum löndum hafa ekki verið sammála WCO Fjölmörg ríki (svo og ESB) hafa á undanförnum tuttugu árum nýtt sér þetta úrræði og tilkynnt að þau geti ekki farið eftir tilmælum WCO, t.d. vegna þess að dómstóll innan tiltekins ríkis (eða innan ESB) hefur komist að annarri niðurstöðu en WCO. ESB hefur t.d. tilkynnt WCO að þar sem Evrópudómstóllinn (European Court of Justice) hafi dæmt um tollflokkun tiltekinnar vöru þá verði ekki farið eftir tilmælum WCO – unnt er að taka tvö dæmi í því sambandi. Fyrra dæmi er frá 30. mars 2011 þegar ESB tilkynnti um að við tollflokkun vöru sem WCO hafði ákveðið að skyldi flokkast í tollflokk 1517.90 yrði farið eftir niðurstöðu Evrópudómstólsins sem hafði dæmt að varan skyldi flokkast undir kafla 21.06. Síðara dæmið er frá 22. október 2019 þar sem WCO hafði úrskurðað að þrjár vörur ættu að falla undir flokk 27.10 en ESB tilkynnti að fylgt yrði niðurstöðu Evrópudómstólsins þar sem tollflokkur 27.07 var niðurstaðan. Það er því beinlínis rangt hjá framkvæmdastjóra FA að dómur íslenskra dómstóla gangi þvert á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þvert á móti er sérstaklega gert ráð fyrir því að staða sem þessi geti komið upp og að aðildarríki geti tilkynnt WCO ef þau geta ekki farið eftir tilmælum WCO, t.d. vegna dómsniðurstöðu innan sinnar lögsögu. Ásakanir um háttsemi stjórnvalda Sú er hér heldur á penna svarar að sjálfsögðu ekki fyrir hönd stjórnvalda en þar sem framkvæmdastjórinn nafngreinir vinnuveitanda minn, Mjólkursamsöluna, verður ekki hjá því komist að víkja örfáum orðum að þeim hluta greinarinnar. Aftur er vísað í starfsmenn Skattsins og vitnisburð þeirra í skýrslutökum í máli Danóls ehf. gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar er skýr hvað varðar tollflokkun vörunnar og því ljóst að yfirlýsingar umræddra starfsmanna Skattsins höfðu ekki þýðingu í málinu. Ósvarað er í hvers konar samskiptum þessir starfsmenn voru við innflytjendur áður en málið kom upp. Veittu þeir óformlega ráðgjöf sem dómstólar síðar mátu ranga? Hvergi er minnst á slíka ráðgjöf í tollalögum nr. 88/2005 né að hún geti haft lögformlegt gildi. Hvað snertir tölvupóstsamskipti við stofnanir ESB og WCO þá er það grundvallaratriði að hér á landi gilda íslensk tollalög og tollskráin sem viðauki við þau. Orðalag tollskráa einstakra ríkja er ekki algerlega samhljóða og því koma upp álitamál af því tagi þar sem ríki tilkynna WCO að þau geti ekki hlítt niðurstöðum stofnunarinnar, sjá hér að framan. Þess má t.d. geta að sú vara sem hér er nefnd pitsaostur flokkast í þriðja tollflokkinn í Noregi sem fellur undir 19. kafla tollskrárinnar, og ber þar toll. Tilvísanir í tölvupósta og samskipti við ESB hafa því ekki lagalegt gildi hér á landi því túlkun framkvæmdastjórnar ESB er á grundvelli tollskrár ESB sem gildir að minnsta kosti ekki enn á Íslandi. Að gangast við gífuryrðum Framkvæmdastjóri FA hefur valið að ganga fram í þessu máli með gífuryrðum. En staða málsins er sú að hér á landi liggur fyrir endanleg niðurstaða dómstóls um tollflokkun vörunnar og er íslenska ríkið bundið af þeirri niðurstöðu. Regluverk Alþjóðatollastofnunarinnar gerir beinlínis ráð fyrir að slík staða geti komið upp. Í krafti fullveldisréttar síns geta íslensk stjórnvöld leitt málið til niðurstöðu en eru ekki háð orðsendingum frá framkvæmdastjórn ESB eða Félagi atvinnurekenda í því efni. Höfundur er verkefnastjóri hjá MS og með Diplóma í Opinberri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), þreytist í hagsmunagæslu fyrir innflutningsaðila og heildsala. Þann 22. apríl sl. birtist grein eftir framkvæmdastjórann sem enn einn slíkur vitnisburður. Í nefndri grein fjallar FA um tollflokkun pitsaosts sem blandaður er með jurtaolíu og málsmeðferð Skattsins og fjármálaráðuneytisins í málinu. Greinin er full af rangfærslum svo ekki sé minnst á gífuryrði og ávirðingar um að dómstólar hér á landi styðjist ekki við íslensk lög í sínum niðurstöðum. Hér á eftir verður farið yfir helstu rangfærslur í grein framkvæmdastjórans. Upphaf málsins um „pitsuostinn“ Í grein sinni segir framkvæmdastjóri FA að fjármálaráðuneytið hafi árið 2020 beitt sér fyrir að Skatturinn færði pitsaost sem er blandaður með jurtaolíu milli tollflokka, í tollflokk fyrir osta og segir þá breytingu tilkomna vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum fremur en réttrar framkvæmdar tollalaga. Vert er að minnast á að varan sem tekist er á um er 84% mozzarellaostur. Í kjölfar þess að Skatturinn tók umrædda vöru til skoðunar og lagði á viðeigandi toll samkvæmt tollskrá á umrædda vöru á grundvelli þess að hún tollflokkaðist sem ostur, höfðaði Danól ehf., sem er félagi í FA, mál fyrir héraðsdómi en tapaði þar málinu. Varð það niðurstaðan þrátt fyrir að einstakir starfsmenn Skattsins gæfu þar skýrslu þar sem þeir lýstu persónulegum skoðunum sínum í málinu – skoðunum sem voru í andstöðu við formlega afstöðu Skattsins. Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar þar sem fyrirtækið krafðist þess að umrædd vara yrði flokkuð sem jurtaostur í stað hefðbundins osts, og bæri þannig enga tolla. Niðurstaða Landsréttar var sú að með hliðsjón af efnisinnihaldi vörunnar og almennum reglum um túlkun tollskrár bæri að flokka vöruna sem hvers konar rifinn ost eða mulinn ost þar sem aðalinnihaldsefnið er mjólkurostur. Danól ehf. óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en var synjað. Íslenska ríkið er bundið af þessari niðurstöðu Landsréttar enda er dómur Landsréttar endanlegur dómur í málinu. Um Alþjóðatollastofnunina og skuldbindingar aðildarríkja Ísland er aðili að Alþjóðatollastofnuninni (e. World Customs Organisation, WCO), en hún hefur aðsetur í Brussel. Þessi stofnun er vörsluaðili samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskránnar (e. Harmonized System) en þessi skrá er grundvöllur tollskráa einstakra ríkja, þ.m.t. tollskrár íslenska ríkisins. Umrædd stofnun hefur ekki yfirþjóðlegt vald og getur ekki skuldbundið aðildarríki hvað tollflokkun varðar. Ríki geta tollflokkað vörur á grundvelli sinna eigin reglna, en í grundvallaratriðum á að tollflokka sömu vörur með svipuðum hætti hvar sem er í heiminum. Þá er rétt að geta þess að þessi stofnun ákveður ekki hversu háan toll eigi að leggja á vörur, ríki ákveða það algerlega sjálf í skjóli fullveldisréttar og innan heimilda GATT samningsins frá 1947. WCO getur hins vegar gefið út tilmæli um tollflokkun. Eins og orðið gefur til kynna er hér einungis um tilmæli að ræða en ekki bindandi fyrirmæli um tollflokkun. Í þessu sambandi hefur grundvallarþýðingu að reglur stofnunarinnar gera ráð fyrir því að aðildarríki geti ekki alltaf farið eftir tilmælum stofnunarinnar, t.d. vegna þess að dómstóll í tilteknu ríki hefur komist að ákveðinni niðurstöðu um tollflokkun. Þegar svo ber undir þá ber aðildarríkjum að tilkynna um slíkt. Á heimasíðu WCO er sérstaklega fjallað um þetta. Umræddan texta má finna hér: Í lauslegri þýðingu segir þarna m.a.: Í tilmælum ráðsins um beitingu ákvarðana nefnda samræmdu kerfisins (HS) frá 30. júní 2001 er farið fram á að öll aðildarríki WCO og HS samningsaðilar tilkynni framkvæmdastjóranum ef þeir geta ekki beitt ákvörðun HS nefndarinnar. Slík tilkynning ætti að fara fram innan tólf mánaða frá því að slík ákvörðun telst samþykkt af ráðinu og ætti að innihalda sérstaka ástæðu fyrir því að ákvörðunin er ekki beitt , t.d. ef þörf er á breytingu á landslögum áður en ákvörðun kemur til framkvæmda. Markmið þessara tilmæla er að ná fram auknu gagnsæi og einsleitni varðandi beitingu ákvarðana HSC. Dómstólar í öðrum löndum hafa ekki verið sammála WCO Fjölmörg ríki (svo og ESB) hafa á undanförnum tuttugu árum nýtt sér þetta úrræði og tilkynnt að þau geti ekki farið eftir tilmælum WCO, t.d. vegna þess að dómstóll innan tiltekins ríkis (eða innan ESB) hefur komist að annarri niðurstöðu en WCO. ESB hefur t.d. tilkynnt WCO að þar sem Evrópudómstóllinn (European Court of Justice) hafi dæmt um tollflokkun tiltekinnar vöru þá verði ekki farið eftir tilmælum WCO – unnt er að taka tvö dæmi í því sambandi. Fyrra dæmi er frá 30. mars 2011 þegar ESB tilkynnti um að við tollflokkun vöru sem WCO hafði ákveðið að skyldi flokkast í tollflokk 1517.90 yrði farið eftir niðurstöðu Evrópudómstólsins sem hafði dæmt að varan skyldi flokkast undir kafla 21.06. Síðara dæmið er frá 22. október 2019 þar sem WCO hafði úrskurðað að þrjár vörur ættu að falla undir flokk 27.10 en ESB tilkynnti að fylgt yrði niðurstöðu Evrópudómstólsins þar sem tollflokkur 27.07 var niðurstaðan. Það er því beinlínis rangt hjá framkvæmdastjóra FA að dómur íslenskra dómstóla gangi þvert á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þvert á móti er sérstaklega gert ráð fyrir því að staða sem þessi geti komið upp og að aðildarríki geti tilkynnt WCO ef þau geta ekki farið eftir tilmælum WCO, t.d. vegna dómsniðurstöðu innan sinnar lögsögu. Ásakanir um háttsemi stjórnvalda Sú er hér heldur á penna svarar að sjálfsögðu ekki fyrir hönd stjórnvalda en þar sem framkvæmdastjórinn nafngreinir vinnuveitanda minn, Mjólkursamsöluna, verður ekki hjá því komist að víkja örfáum orðum að þeim hluta greinarinnar. Aftur er vísað í starfsmenn Skattsins og vitnisburð þeirra í skýrslutökum í máli Danóls ehf. gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar er skýr hvað varðar tollflokkun vörunnar og því ljóst að yfirlýsingar umræddra starfsmanna Skattsins höfðu ekki þýðingu í málinu. Ósvarað er í hvers konar samskiptum þessir starfsmenn voru við innflytjendur áður en málið kom upp. Veittu þeir óformlega ráðgjöf sem dómstólar síðar mátu ranga? Hvergi er minnst á slíka ráðgjöf í tollalögum nr. 88/2005 né að hún geti haft lögformlegt gildi. Hvað snertir tölvupóstsamskipti við stofnanir ESB og WCO þá er það grundvallaratriði að hér á landi gilda íslensk tollalög og tollskráin sem viðauki við þau. Orðalag tollskráa einstakra ríkja er ekki algerlega samhljóða og því koma upp álitamál af því tagi þar sem ríki tilkynna WCO að þau geti ekki hlítt niðurstöðum stofnunarinnar, sjá hér að framan. Þess má t.d. geta að sú vara sem hér er nefnd pitsaostur flokkast í þriðja tollflokkinn í Noregi sem fellur undir 19. kafla tollskrárinnar, og ber þar toll. Tilvísanir í tölvupósta og samskipti við ESB hafa því ekki lagalegt gildi hér á landi því túlkun framkvæmdastjórnar ESB er á grundvelli tollskrár ESB sem gildir að minnsta kosti ekki enn á Íslandi. Að gangast við gífuryrðum Framkvæmdastjóri FA hefur valið að ganga fram í þessu máli með gífuryrðum. En staða málsins er sú að hér á landi liggur fyrir endanleg niðurstaða dómstóls um tollflokkun vörunnar og er íslenska ríkið bundið af þeirri niðurstöðu. Regluverk Alþjóðatollastofnunarinnar gerir beinlínis ráð fyrir að slík staða geti komið upp. Í krafti fullveldisréttar síns geta íslensk stjórnvöld leitt málið til niðurstöðu en eru ekki háð orðsendingum frá framkvæmdastjórn ESB eða Félagi atvinnurekenda í því efni. Höfundur er verkefnastjóri hjá MS og með Diplóma í Opinberri stjórnsýslu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun