Skoðun

Að­eins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. líf­eyris­sjóðs­tekjum

Jóhann Páll Jóhansson skrifar

Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði.

Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga.

Hvað þýðir þetta?

Tökum raunhæft dæmi, af eldri konu sem býr ein.

Segjum að hún hafi alið börn, rekið heimili og unnið slítandi störf á alltof lágum launum en engu að síður náð að safna sér lífeyrisréttindum upp á 150 þúsund krónur á mánuði.

Hvað stendur eftir þegar hún fer á eftirlaun?

Svarið er 50 þúsund krónur.

Aðeins þriðjungur af 150 þúsund krónunum situr eftir sem auknar ráðstöfunartekjur konunnar í hverjum mánuði.

Ríkið tekur restina í formi skatta og skerðinga.

Þannig er jaðarskattbyrðin af þessum 150 þúsund króna lífeyrisréttindum 67 prósent.

Er þetta það sem lagt var upp með þegar almennum lífeyrissjóðum var komið á fót í kjölfar kjarasamninga 1969, að greiðslur úr lífeyrissjóðunum yrðu dregnar svo rækilega frá greiðslum almannatrygginga að ríkið sjálft yrði stóri lífeyrisþegi lífeyrissjóðanna?

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×